Segja veginn lífshættulegan og kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2019 17:17 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Stöð 2/Egill Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. Bæjarstjóri Akraness furðar sig á ákvörðun stofnunarinnar og segir hana byggða á hæpnum forsendum, einkum í ljósi þess að vegurinn sé lífshættulegur. Vegagerðin áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum, að því er segir í mati Skipulagsstofnunar. Stofnunin komst þó að þeirri niðurstöðu í júní að breikkun vegarins um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Þá ákvörðun hyggst Akraneskaupstaður nú kæra. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness segir í samtali við fréttastofu að Akraneskaupstaður og önnur sveitarfélög á Vesturlandi hafi ítrekað bent á að vegurinn sé lífshættulegur, en kæran byggir m.a. á því. Þar er vísað til þess að framkvæmdin hafi afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis og sé ætlað að taka á „lífshættulegum aðstæðum sem vegfarendum er boðið upp á“. „Af þeirri ástæðu viljum við gera allt til að tryggja það að það verði ekki frekari tafir á þessari framkvæmd. Og okkur finnst ákvörðun Skipulagsstofnunar byggja á hæpnum forsendum sem eru ekki rökstuddar nægilega,“ segir Sævar. „Þetta er sömuleiðis ekki í samræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar og það er óskiljanlegt að önnur sjónarmið eru látin ráða för við ákvörðun á matskyldu breikkunar á Vesturlandsvegi þegar það var ekki að gilda til dæmis um Kjalveg, endurbætur á Þingvallaveg eða breikkun á Grindavíkurvegi svo eitthvað sé nefnt.“ Byggðaráð Borgarbyggðar tekur undir þetta sjónarmið í bókun sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag og segist þar styðja kæru bæjarstjórnar Akraness vegna málsins. Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að vegafrakvæmdir á Kjalarnesi skuli háðar mati á umhverfisáhrifum. Bent er á að ekki sé um nýtt vegstæði að ræða heldur að miklu leyti verið að breikka eldri veg. „Seinkun um allt að eitt ár, sem verður á framkvæmdum vegna mats á umhverfisáhrifum, er óásættanleg vegna mikilvægis þess að bæta umferðaröryggi vegfarenda á leið um Kjalarnes, þar sem aðstæður eru oft lífshættulegar og akstursskilyrði slæm,“ segir í bókuninni. Akranes Samgöngur Skipulag Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Bæjarráð Akraness hefur falið bæjarstjóra að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar sé háð mati á umhverfisáhrifum. Bæjarstjóri Akraness furðar sig á ákvörðun stofnunarinnar og segir hana byggða á hæpnum forsendum, einkum í ljósi þess að vegurinn sé lífshættulegur. Vegagerðin áformar að breikka um 9 kílómetra kafla Vesturlandsvegar á milli Varmhóla og vegamóta við Hvalfjarðarveg. Um er að ræða breikkun vegarins í 2+1 veg ásamt hliðarvegum, hringtorgum og göngu-, hjóla- og reiðstígum. Markmið framkvæmdanna er að breikka Vesturlandsveg til að auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og fækka vegtengingum, að því er segir í mati Skipulagsstofnunar. Stofnunin komst þó að þeirri niðurstöðu í júní að breikkun vegarins um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Þá ákvörðun hyggst Akraneskaupstaður nú kæra. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness segir í samtali við fréttastofu að Akraneskaupstaður og önnur sveitarfélög á Vesturlandi hafi ítrekað bent á að vegurinn sé lífshættulegur, en kæran byggir m.a. á því. Þar er vísað til þess að framkvæmdin hafi afar jákvæð samfélagsleg áhrif vegna bætts umferðaröryggis og sé ætlað að taka á „lífshættulegum aðstæðum sem vegfarendum er boðið upp á“. „Af þeirri ástæðu viljum við gera allt til að tryggja það að það verði ekki frekari tafir á þessari framkvæmd. Og okkur finnst ákvörðun Skipulagsstofnunar byggja á hæpnum forsendum sem eru ekki rökstuddar nægilega,“ segir Sævar. „Þetta er sömuleiðis ekki í samræmi við fyrri ákvarðanir Skipulagsstofnunar og það er óskiljanlegt að önnur sjónarmið eru látin ráða för við ákvörðun á matskyldu breikkunar á Vesturlandsvegi þegar það var ekki að gilda til dæmis um Kjalveg, endurbætur á Þingvallaveg eða breikkun á Grindavíkurvegi svo eitthvað sé nefnt.“ Byggðaráð Borgarbyggðar tekur undir þetta sjónarmið í bókun sem send var á fjölmiðla síðdegis í dag og segist þar styðja kæru bæjarstjórnar Akraness vegna málsins. Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að vegafrakvæmdir á Kjalarnesi skuli háðar mati á umhverfisáhrifum. Bent er á að ekki sé um nýtt vegstæði að ræða heldur að miklu leyti verið að breikka eldri veg. „Seinkun um allt að eitt ár, sem verður á framkvæmdum vegna mats á umhverfisáhrifum, er óásættanleg vegna mikilvægis þess að bæta umferðaröryggi vegfarenda á leið um Kjalarnes, þar sem aðstæður eru oft lífshættulegar og akstursskilyrði slæm,“ segir í bókuninni.
Akranes Samgöngur Skipulag Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira