Lífið

Kimmel bauð fót­bolta­stjörnum upp á fimm þúsund kjúk­linganagga

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Veisluborð að hætti núverandi Bandaríkjaforseta.
Veisluborð að hætti núverandi Bandaríkjaforseta. skjáskot
Jimmy Kimmel bauð landsliðskonunum Megan Rapinoe og Alex Morgan í þátt sinn sem sýndur var í gærkvöldi. Þær stöllur eru hluti af bandaríska landsliðinu sem vann heimsmeistaratitilinn í fótbolta á dögunum.

Fyrst það virðist sem þeim verði ekki boðið í hefðbundinn sigurvegarakvöldverð í Hvíta húsinu, bauð Kimmel þeim upp á fimm þúsund kjúklinganagga, en umræddir kvöldverðir hafa verið nokkuð skyndibitastæðir í stjórnartíð núverandi forseta.

Megan Rapinoe hefur verið harðorð í garð Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og sagði nýverið að landsliðið myndi ekki mæta í sigurvegarakvöldverð í Hvíta húsinu ef þeim yrði boðið það, eins og venja er.

Einnig sagði hún í viðtali á CNN að stefna Trump væri að útiloka fólk eins og hana, og beindi orðum sínum beint að Bandaríkjaforseta.

Trump hafði áður sagt að honum þætti ekki viðeigandi að Megan skyldi þegja á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna er fluttur í upphafi leikja landsliðsins, sem eru mótmæli hennar gegn vaxandi ójafnrétti.

Forsetinn hefur enn ekki boðið kvennalandsliðinu í kvöldverð, en óskaði þó liðinu innilega til hamingju með sigurinn.

Rapinoe og Morgan ræddu einnig um kröfu sína um launajafnrétti innan íþróttaheimsins í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Bandarísku konurnar vilja réttlát laun

Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu sem varð heimsmeistari um síðustu helgi hefur í þó nokkurn tíma staðið í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið. Leikmenn liðsins vilja fá jafn mikið greitt fyrir að leika með liðinu og karlarnir fá í sinn hlut.

„Getur ekki unnið titla án samkynhneigðra“

Megan Rapinoe hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu daga, en auk þess að vera ein af lykilmönnum bandaríska landsliðsins á HM kvenna í Frakklandi þá hefur hún átt í deilum við Donald Trump.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×