Fótbolti

Tryggði Midtjylland dramatískan sigur með sínu fyrsta marki fyrir félagið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikael skoraði sigurmarkið í dag.
Mikael skoraði sigurmarkið í dag. vísir/getty
Fyrsti leikur á nýju tímabili í dönsku úrvalsdeildinni fór fram í kvöld er bikarmeistararnir í Midtjylland unnu bronsliðið frá því á síðustu leiktíð, Esbjerg, 1-0.

Staðan var markalaus í hálfleik og á 85. mínútu var Mikael Anderson skipt inn á. Mikael var á láni hjá Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en hefur verið í herbúðum Midtjylland í langan tíma.





Hann hefur þó bara spilað tvo leiki fyrir aðallið félagsins en hann þakkaði heldur betur traustið í kvöld og tryggði bikarmeisturunum þrjú stig í fyrsta leik tímabilsins. Markið skoraði hann eftir undirbúning hins brasilíska Evander í uppbótartíma.

Mikael á tíu leiki fyrir U21-árs landslið Íslands og einn fyrir A-landsliðið en það var í 6-0 sigri á Indónesíu í janúarmánuði á síðasta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×