Fótbolti

Tryggði Midtjylland dramatískan sigur með sínu fyrsta marki fyrir félagið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikael skoraði sigurmarkið í dag.
Mikael skoraði sigurmarkið í dag. vísir/getty

Fyrsti leikur á nýju tímabili í dönsku úrvalsdeildinni fór fram í kvöld er bikarmeistararnir í Midtjylland unnu bronsliðið frá því á síðustu leiktíð, Esbjerg, 1-0.

Staðan var markalaus í hálfleik og á 85. mínútu var Mikael Anderson skipt inn á. Mikael var á láni hjá Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en hefur verið í herbúðum Midtjylland í langan tíma.
Hann hefur þó bara spilað tvo leiki fyrir aðallið félagsins en hann þakkaði heldur betur traustið í kvöld og tryggði bikarmeisturunum þrjú stig í fyrsta leik tímabilsins. Markið skoraði hann eftir undirbúning hins brasilíska Evander í uppbótartíma.

Mikael á tíu leiki fyrir U21-árs landslið Íslands og einn fyrir A-landsliðið en það var í 6-0 sigri á Indónesíu í janúarmánuði á síðasta ári.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.