Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 09:59 Frá Laugavegshlaupi fyrri ára. Mynd/Ólafur Þórisson og Frank Tschöpe Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. Von er á fyrstu hlaupurum í mark í Þórsmörk milli klukkan eitt og tvö í dag. Venjan er að ganga þessa vinsælu 55 kílómetra gönguleið um íslensk öræfi á fjórum dögum en methlaupatími er 3 klukkustundir og 59 mínútur í karlaflokki og 5 klukkustundir í kvennaflokki. Tímamörk eru í hlaupinu og þurfa hlauparar að yfirgefa drykkjarstöð við Álftavatn (22 km) á innan við fjórum klukkustundum og drykkjarstöð við Emstruskála (34 km) á innan við sex klukkustundum og þrjátíu mínútum. „Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hlaupsins. Hlauparar halda af stað við Landmannalaugar í morgun.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Skráðir hlauparar eru 551 talsins, 63% Íslendingar og 37% erlendir gestir af 29 mismunandi þjóðernum. 69% þeirra sem taka þátt í Laugavegshlaupinu í dag hafa aldrei hlaupið það áður. 31% hlaupara hafa tekið þátt í hlaupinu áður og sumir hverjir margoft. Höskuldur Kristvinsson er reynslumestur hlauparanna en hann er að taka þátt í nítjánda sinn. Þá er Ívar Auðunn Adolfsson að taka þátt í fjórtánda sinn og þau Sigurður Hrafn Kiernan og Björk Steindórsdóttir í tólfta sinn. Aldur þátttakenda er frá 19 ára til 72 ára en fjölmennasti aldurshópurinn eru hlauparar á aldrinum 40 til 49 ára. Þorbergur, Hyechang, Anna Berglind og Natasha öll sigurstrangleg Þá búast skipuleggjendur við spennandi keppni um sigurinn í bæði karla- og kvennaflokki. „Í karlaflokki er sigurvegarinn frá því í fyrra og brautarmethafinn, Þorbergur Ingi Jónsson, sigurstranglegur. Kóreubúinn Hyechang Rhim gæti veitt honum harða keppni en hann sigraði í 50 km hlaupi í San Francisco fyrir um tveimur mánuðum síðan og hefur einnig verið framarlega í öðrum hlaupum undanfarin ár. Þá stefnir Bandaríkjamaðurinn Christopher Green, sem er nokkuð óskrifað blað, á að hlaupa á 4:15 eins og Þorbergur og verður spennandi að sjá hvort það takist hjá honum,“ segir í tilkynningu. „Í kvennaflokki er Anna Berglind Pálmadóttir talin mjög sigurstrangleg en hún var í 2.sæti í fyrra og var fyrst íslenskra kvenna í mark á HM í utanvegahlaupum í síðasta mánuði. Aðrar sem eru líklegar til að vera í toppbaráttunni eru Natasha Lunt frá Canada sem var 4. í 50 km hlaupi á síðasta ári, Ingelin Clausen frá Noregi sem var í 7. sæti í 70 km hlaupi í Bretlandi í janúar og Elísabet Margeirsdóttir sem er að taka þátt í 10. sinn og sigraði árið 2014.“ Stefnt er að því að vera með lifandi úrslit á vef hlaupsins á meðan það stendur yfir en vegna óstöðugs GSM-sambands á svæðinu er ekki hægt að lofa því. Úrslitasíðuna er hægt að nálgast hér. Hlaup Rangárþing ytra Laugavegshlaupið Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. Von er á fyrstu hlaupurum í mark í Þórsmörk milli klukkan eitt og tvö í dag. Venjan er að ganga þessa vinsælu 55 kílómetra gönguleið um íslensk öræfi á fjórum dögum en methlaupatími er 3 klukkustundir og 59 mínútur í karlaflokki og 5 klukkustundir í kvennaflokki. Tímamörk eru í hlaupinu og þurfa hlauparar að yfirgefa drykkjarstöð við Álftavatn (22 km) á innan við fjórum klukkustundum og drykkjarstöð við Emstruskála (34 km) á innan við sex klukkustundum og þrjátíu mínútum. „Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hlaupsins. Hlauparar halda af stað við Landmannalaugar í morgun.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Skráðir hlauparar eru 551 talsins, 63% Íslendingar og 37% erlendir gestir af 29 mismunandi þjóðernum. 69% þeirra sem taka þátt í Laugavegshlaupinu í dag hafa aldrei hlaupið það áður. 31% hlaupara hafa tekið þátt í hlaupinu áður og sumir hverjir margoft. Höskuldur Kristvinsson er reynslumestur hlauparanna en hann er að taka þátt í nítjánda sinn. Þá er Ívar Auðunn Adolfsson að taka þátt í fjórtánda sinn og þau Sigurður Hrafn Kiernan og Björk Steindórsdóttir í tólfta sinn. Aldur þátttakenda er frá 19 ára til 72 ára en fjölmennasti aldurshópurinn eru hlauparar á aldrinum 40 til 49 ára. Þorbergur, Hyechang, Anna Berglind og Natasha öll sigurstrangleg Þá búast skipuleggjendur við spennandi keppni um sigurinn í bæði karla- og kvennaflokki. „Í karlaflokki er sigurvegarinn frá því í fyrra og brautarmethafinn, Þorbergur Ingi Jónsson, sigurstranglegur. Kóreubúinn Hyechang Rhim gæti veitt honum harða keppni en hann sigraði í 50 km hlaupi í San Francisco fyrir um tveimur mánuðum síðan og hefur einnig verið framarlega í öðrum hlaupum undanfarin ár. Þá stefnir Bandaríkjamaðurinn Christopher Green, sem er nokkuð óskrifað blað, á að hlaupa á 4:15 eins og Þorbergur og verður spennandi að sjá hvort það takist hjá honum,“ segir í tilkynningu. „Í kvennaflokki er Anna Berglind Pálmadóttir talin mjög sigurstrangleg en hún var í 2.sæti í fyrra og var fyrst íslenskra kvenna í mark á HM í utanvegahlaupum í síðasta mánuði. Aðrar sem eru líklegar til að vera í toppbaráttunni eru Natasha Lunt frá Canada sem var 4. í 50 km hlaupi á síðasta ári, Ingelin Clausen frá Noregi sem var í 7. sæti í 70 km hlaupi í Bretlandi í janúar og Elísabet Margeirsdóttir sem er að taka þátt í 10. sinn og sigraði árið 2014.“ Stefnt er að því að vera með lifandi úrslit á vef hlaupsins á meðan það stendur yfir en vegna óstöðugs GSM-sambands á svæðinu er ekki hægt að lofa því. Úrslitasíðuna er hægt að nálgast hér.
Hlaup Rangárþing ytra Laugavegshlaupið Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira