Innlent

Sólarleysi og rigning framundan á öllu landinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svona lítur úrkomuspáin út seinnipartinn í dag.
Svona lítur úrkomuspáin út seinnipartinn í dag. Skjáskot/veðurstofa íslands

Spáð er sólarleysi í dag og fram eftir næstu viku og vætu með köflum í öllum landshlutum, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

„Vindar verða oftast hægir og hlýtt í veðri, sem gæti boðið upp á hið ágætasta útivistarveður þó vissara sé að hafa regngallann og flíspeysuna innan seilingar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu

Suðaustlæg átt, 3-10 m/s og dálítil rigning eða súld víða um land, en þurrt að kalla NA til fram undir kvöld.
Rigning NV til í fyrramálið, annars þurrt að kalla, en líkur á síðdegisskúrum. Fer að rigna syðst seint annað kvöld. Hiti 11 til 20 stig að deginum, hlýjast NA-lands.

 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðlægar og austlægar áttir og dálítil væta með köflum. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast fyrir norðan. 

Á fimmtudag og föstudag:
Norðaustlæg átt og dálítil rigning eða súld víða um land, en þurrt að kalla suðvestantil. Áfram hlýtt í veðri. 

Á laugardag:
Útlit fyrir norðaustlæga eða breytilega átt og lítilsháttar vætu á víð og dreif og milt veður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.