Fótbolti

Hjörtur og félagar byrjuðu af krafti í Danmörku

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hjörtur Hermannsson
Hjörtur Hermannsson vísir/getty
Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby fóru vel af stað í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Bröndby tók á móti Silkeborg og var íslenski landsliðsmaðurinn í byrjunarliði Bröndby þar sem hann hefur verið fastamaður.

Heimamenn komust yfir strax á 14. mínútu og leiddu 2-0 áður en flautað var til hálfleiks. Kamil Wilczek kláraði svo leikinn fyrir Bröndby á 74. mínútu, lokatölur 3-0.

Dagur Dan Þórhallsson kom inn á í uppbótartíma í sigri Mjöndalen á Odd í norsku úrvalsdeildinni. Staðan var 2-0 fyrir Mjöndalen þegar Dagur kom inn á og þannig lauk leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×