Innlent

Flýta malbikun fyrir á fimmta hundrað milljóna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Malbikari að stöfum.
Malbikari að stöfum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Vegagerðin ætlar að flýta viðhaldsverkefnum á borð við malbikun fyrir um 430 milljónir króna á árinu. Til stóð að farið yrði í verkefnin á næsta ári.Ástæða þessa er að nýframkvæmdir sem átti að ganga til á þessu ári koma til með að frestast. Ákvörðun var því tekin um að flytja fjármagn á milli framkvæmda og yfir í viðhald. Þetta kemur fram á vef RÚV.Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, segir að aðallega sé um að ræða nýtt malbik, enda mikil þörf á slíku.Aðallega sé um að ræða umferðarmestu vegi Suðurlands, til að mynda í kring um Selfoss og í Biskupstungum.„Þunginn er mest hérna á höfuðborgarsvæðinu þar sem umferðin er mest, við munum leggja meira yfir. Og út á Reykjanesið, þetta eru svona bútar hér og þar,“ sagði Magnús Valur í samtali við RÚV og bætti við að styrkt yrði við vegi bæði við Blönduós og á Þingvöllum.Hér að neðan má sjá malbikunaráætlun Reykjavíkurborgar til og með föstudegi.Mánudagur, 15. júlí

Suðurhólar (Hólaberg – Trönuhólum)

Suðurfell (Þórufell – Norðurfell)Þriðjudagur, 16. júlí

Norðurfell (Eddufell – Austurberg)

Lambhagavegur sunnan við BauhausMiðvikudagur, 17. júlí

Dvergshöfði (Breiðhöfði – Funahöfði)Fimmtudagur, 18. júlí

Höfðabakki til norðurs (Fálkabakki – Stekkjarbakki)Föstudagur, 19. júlí

Hraunberg (Háberg – Hólaberg)
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.