Innlent

Flýta malbikun fyrir á fimmta hundrað milljóna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Malbikari að stöfum.
Malbikari að stöfum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Vegagerðin ætlar að flýta viðhaldsverkefnum á borð við malbikun fyrir um 430 milljónir króna á árinu. Til stóð að farið yrði í verkefnin á næsta ári.

Ástæða þessa er að nýframkvæmdir sem átti að ganga til á þessu ári koma til með að frestast. Ákvörðun var því tekin um að flytja fjármagn á milli framkvæmda og yfir í viðhald. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, segir að aðallega sé um að ræða nýtt malbik, enda mikil þörf á slíku.

Aðallega sé um að ræða umferðarmestu vegi Suðurlands, til að mynda í kring um Selfoss og í Biskupstungum.

„Þunginn er mest hérna á höfuðborgarsvæðinu þar sem umferðin er mest, við munum leggja meira yfir. Og út á Reykjanesið, þetta eru svona bútar hér og þar,“ sagði Magnús Valur í samtali við RÚV og bætti við að styrkt yrði við vegi bæði við Blönduós og á Þingvöllum.

Hér að neðan má sjá malbikunaráætlun Reykjavíkurborgar til og með föstudegi.

Mánudagur, 15. júlí
Suðurhólar (Hólaberg – Trönuhólum)
Suðurfell (Þórufell – Norðurfell)

Þriðjudagur, 16. júlí
Norðurfell (Eddufell – Austurberg)
Lambhagavegur sunnan við Bauhaus

Miðvikudagur, 17. júlí
Dvergshöfði (Breiðhöfði – Funahöfði)

Fimmtudagur, 18. júlí
Höfðabakki til norðurs (Fálkabakki – Stekkjarbakki)

Föstudagur, 19. júlí
Hraunberg (Háberg – Hólaberg)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.