Erlent

Geimflaugarusl lendir í íslenskri landhelgi

Kristinn Haukur skrifar
Geimflaugarusl mun falla í hafið við Ísland og Færeyjar.
Geimflaugarusl mun falla í hafið við Ísland og Færeyjar. Nordicphotos/Getty.

Bretar munu taka fyrsta geimflaugapall sinn í notkun, í Suther­land í Skotlandi, á næstu árum. Áhyggjur íbúa á svæðinu hafa þó aukist því að talið er að notkunin verði mun meiri en áætlað var í fyrstu, eða allt að 40 skot á ári en ekki sex.

Brot úr geimflaugunum munu falla í sjóinn vestan við Færeyjar, suðaustan við Ísland.

Brotin geta orðið allt að 30 metra löng og tveir metrar í ummál, tvöfalt stærri en upphaflega var áætlað.

Þrátt fyrir þá uppbyggingu atvinnulífs sem geimstöðin færir þá óttast íbúar að hávaðinn og sjónmengunin verði mikil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.