Innlent

Töskuþjófur á stjá í miðborginni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ferðamaðurinn hafði verið að bera farangur sinn inn á hótel í miðborginni.
Ferðamaðurinn hafði verið að bera farangur sinn inn á hótel í miðborginni.

Lögreglan leitar nú töskuþjófs sem hrellti ferðamann í miðborginni í gærkvöld. Að sögn lögreglu hafði ferðamaðurinn verið að bera farangur sinn inn á hótelið þar sem hann hugðist gista þegar ókunnungur maður kom þar að og stal einni töskunni. Atvikið á að hafa náðst á myndavélakerfi hótelsins en ekki fylgir sögunni hvort lögreglan kunni deili á honum.

Að öðru leyti virðist hafa nóttin hafa verið nokkuð róleg hjá lögreglunni ef marka má dagbókarfærslur hennar. Flest mál tengjast ölvun með einum eða öðrum hætti, ýmist óspektir eða akstur undir áhrifum, að frátöldu máli sem kom upp á Álftanesi á öðrum tímanum í nótt.

Þá á lögreglu að hafa borist tilkynning um menn sem voru að stela gaskútum úr húsgörðum. Þeir náðu að flýja með fenginn og hafa hvorki þjófarnir né bifreið þeirra fundist við leit.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.