Innlent

Bráðvantar blóð í O-flokkunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ljósmyndari Vísis kíkti í Blóðbankann í dag þar sem þessi blóðgjafi hafði svarað kallinu.
Ljósmyndari Vísis kíkti í Blóðbankann í dag þar sem þessi blóðgjafi hafði svarað kallinu. vísir/vilhelm
Blóðbankann bráðvantar nú blóð í O-flokkunum, O mínus og O plús. Um er að ræða algengustu blóðflokkanna auk þess sem allir geta fengið gjöf með O mínus.

„Oft á þessum tíma erum við að reyna að minna fólk á að koma til okkar þrátt fyrir sumarfríin,“ segir Vigdís Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Blóðbankanum, í samtali við Vísi.

Blóðbankinn sendi einnig út ákall til blóðgjafa í síðustu viku og segir Vigdís að svörunin hafi þá verið nokkuð góð. Enn sé þó greinilega áframhaldandi notkun á blóði.

„Við viljum helst að fólk komi til okkar jafnt og þétt og það er bæði hægt að gefa á Snorrabrautinni og á Glerártorgi ef fólk er á ferðalagi fyrir norðan,“ segir Vigdís og bendir á að upplýsingar um opnunartíma má nálgast á vef Blóðbankans.

Í dag sé markmiðið að fá inn 100 blóðgjafa og segir Vigdís að það markmið ætti að nást þar sem 45 manns hafa gefið blóð í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×