Þarf að útrýma staðalímyndum um fíkla Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 15. júlí 2019 22:47 Fimmtíu prósent þeirra sem sóttu meðferð á sjúkrahúsinu Vogi árið 2018 áttu börn undir lögaldri. Yfirlæknir á Vogi segir að útrýma þurfi staðalímyndum um fíkla, þeir sem fari í meðferð séu líka fjölskyldufólk og uppalendur og börn þeirra þurfi aukin stuðning í samfélaginu. Árið 2018 komu 1247 einstaklingar á aldrinum 20 til 55 ára á Vog. 624 þeirra, eða um helmingur, áttu börn undir 18 ára aldri þegar þeir komu til innlagnar. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi áætlar því að um 1000 börn á Íslandi hafi átt foreldra sem fóru í meðferð árið 2018. Börn í þessari stöðu séu í erfðafræðilegri áhættu með að þróa með sér fíknisjúkdóm en einnig sé það félagslegi þátturinn sem spili mikið inn í. „Þau eru í áhættu fyrir margskonar áhrif, andleg áhrif og félagsleg áhrif umfram önnur börn ef þau eru í þessari stöðu. Það er mikilvægt að það sé tekið eftir því og þeim sé sinnt meira kannski heldur en þeim sem eru með betra og stöðugra umhverfi,“ segir hún. Enn bíða rúmlega 600 manns eftir plássi á Vogi og segir Valgerður það alltaf áhyggjuefni. Tölfræðin sýni að þar á meðal séu margir uppalendur. Foreldrar sem sækja í meðferð séu ekki hópur sem stendur utan samfélagsins, þau og börnin þeirra eru partur af því. „Þetta er fólk sem á börn í grunnskólum hérna á Íslandi. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig við tölum um vandamálið. Að við séum ekki að úthrópa þetta sem eitthvað annað fólk. Heldur er þetta mál sem þarf að tala um á þann hátt að þetta sé uppbyggilegt og ekki særandi fyrir börn sem eiga aðstandendur í þessari stöðu,“ segir hún. Hún bendir á að umræðan í samfélaginu skipti máli. „Ef við byrjum bara hvað fjölmiðlar geta gert er að passa hvernig talað er um þetta, líka foreldrar og í foreldrafélögum og foreldrasamstarfi að passa hvernig talað er um þá sem hafa fíknisjúkdóm. Fara varlega og vita það að það eru einhver börn þarna í hópnum sem eru í stöðunni,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Fimmtíu prósent þeirra sem sóttu meðferð á sjúkrahúsinu Vogi árið 2018 áttu börn undir lögaldri. Yfirlæknir á Vogi segir að útrýma þurfi staðalímyndum um fíkla, þeir sem fari í meðferð séu líka fjölskyldufólk og uppalendur og börn þeirra þurfi aukin stuðning í samfélaginu. Árið 2018 komu 1247 einstaklingar á aldrinum 20 til 55 ára á Vog. 624 þeirra, eða um helmingur, áttu börn undir 18 ára aldri þegar þeir komu til innlagnar. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi áætlar því að um 1000 börn á Íslandi hafi átt foreldra sem fóru í meðferð árið 2018. Börn í þessari stöðu séu í erfðafræðilegri áhættu með að þróa með sér fíknisjúkdóm en einnig sé það félagslegi þátturinn sem spili mikið inn í. „Þau eru í áhættu fyrir margskonar áhrif, andleg áhrif og félagsleg áhrif umfram önnur börn ef þau eru í þessari stöðu. Það er mikilvægt að það sé tekið eftir því og þeim sé sinnt meira kannski heldur en þeim sem eru með betra og stöðugra umhverfi,“ segir hún. Enn bíða rúmlega 600 manns eftir plássi á Vogi og segir Valgerður það alltaf áhyggjuefni. Tölfræðin sýni að þar á meðal séu margir uppalendur. Foreldrar sem sækja í meðferð séu ekki hópur sem stendur utan samfélagsins, þau og börnin þeirra eru partur af því. „Þetta er fólk sem á börn í grunnskólum hérna á Íslandi. Þess vegna skiptir miklu máli hvernig við tölum um vandamálið. Að við séum ekki að úthrópa þetta sem eitthvað annað fólk. Heldur er þetta mál sem þarf að tala um á þann hátt að þetta sé uppbyggilegt og ekki særandi fyrir börn sem eiga aðstandendur í þessari stöðu,“ segir hún. Hún bendir á að umræðan í samfélaginu skipti máli. „Ef við byrjum bara hvað fjölmiðlar geta gert er að passa hvernig talað er um þetta, líka foreldrar og í foreldrafélögum og foreldrasamstarfi að passa hvernig talað er um þá sem hafa fíknisjúkdóm. Fara varlega og vita það að það eru einhver börn þarna í hópnum sem eru í stöðunni,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira