Innlent

Botnfisksaflinn verðmætur

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Botnfisksafli hefur dregist saman.
Botnfisksafli hefur dregist saman. Fréttablaðið/Eyþór

Landaður afli íslenskra fiskiskipa var 33 prósentum minni í júní síðastliðnum en í fyrra samkvæmt Hagstofu Íslands.

Ástæðan er að mestu leyti minni uppsjávarafli. Í júní veiddist enginn uppsjávarafli en á sama tíma í fyrra veiddust 10,8 þúsund tonn.

Botnsjávarafli dróst saman um tólf prósent í júní á þessu ári miðað við sama mánuð í fyrra.

Þrátt fyrir samdráttinn hefur aflaverðmæti botnsjávarafla ekki verið meira á fyrsta ársfjórðungi síðan árið 2005.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.