Innlent

Ný stofnun um húsnæðismál

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Fréttablaðið/Ernir
Félagsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda um sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar í nýja stofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Samkvæmt drögunum verður hinni nýju stofnun falið að annast framkvæmd húsnæðis- og mannvirkjamála. Fjármálaumsýsla vegna eldri starfsemi Íbúðalánasjóðs verði aðskilin frá nýrri sameinaðri stofnun.

Áætlað er að hin nýja stofnun fari áfram með lánveitingar og annan húsnæðisstuðning en henni verður einnig ætlað að tryggja fyrirsjáanleika, skilvirkni og gæði mannvirkjagerðar, einföldun regluverks og stjórnsýslu byggingaframkvæmda og stuðla að auknu húsnæðisöryggi, meðal annars með lækkun byggingarkostnaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×