Mesta áfallið í sögu brasilíska fótboltans varð á þessum degi fyrir 69 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2019 22:30 Alcides Ghiggia þaggar niður í tvö hundruð þúsund Brössum þegar hann tryggir Úrúgvæ sigur á Brasilíu á Maracana leikvanginum. Getty/Popperfoto 16. júlí 1950 var svo slæmur dagur fyrir brasilíska fótboltann að hann fékk sitt eigið nafn. Það nafn er Maracanazo. Liðið sem átti að færa Brössum fyrsta heimsmeistaratitilinn féll á prófinu og brasilíska þjóðin fór næstum því á taugum. Í stað þess að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn á þessum degi árið 1950 töpuðu Brasilíumenn mjög óvænt fyrir Úrúgvæ í úrslitaleiknum. Þetta var reyndar ekki formlegur úrslitaleikur því heimsmeistaratitilinn vannst þarna í fjögurra liða úrslitariðli. Brasilíumönnum nægði jafntefli í síðasta leiknum og komust í 1-0. Úrúgvæ náði að jafna metin í 1-1 og skoraði síðan sigurmarkið í lokin.#OnThisDay in the #Brazil1950#Uruguay beat the hosts 2-1 in the final game thanks to this goal from Alcides Ghiggia, the legendary #Maracanazo! Is this the greatest schock in #WorldCup history? Which other big schocks do you remember?pic.twitter.com/KgqGYrJ1Ms — FIFA WorldCup Trivia (@Trivia_WorldCup) July 16, 2019Alcides Ghiggia skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok og tryggði Úrúgvæ heimsmeistaratitilinn. Hann var enn fremur síðasti eftirlifandi leikmaðurinn úr þessum leik. Alcides Ghiggia lést fyrir nákvæmlega fjórum árum eða á sama mánaðardegi og hann skoraði sigurmarkið. Brasilíumenn troðfylltu Maracana leikvanginn í Ríó de Janeiro en talið að um tvö hundruð þúsund manns hafi mætt á leikinn. Brasilíumenn unnu tvo fyrstu leiki úrslitariðilsins á móti Spáni og Svíþjóð með markatölunni 13-2 og allir sem mættu á völlinn voru komnir til að upplifa mikla sigurveislu og sögulega stund. Þegar var flautað var til leiksloka var nánast þögn á vellinum þrátt fyrir að þar væru tvö hundruð þúsund manns. Aðeins heyrðust siguróp leikmanna Úrúgvæ. Það var búið að búa til verðlaunapeningana og semja nýtt sigurlag. Peningarnir sáust aldrei aftur og lagið var aldrei spilað. Sumir fjölmiðlar í Brasilíu neituðu hreinlega að sætta sig við að leikurinn hefði tapast og einhverjir áhorfendur eru sagðir hafa framið sjálfsmorð með því að hoppa fram af leikvanginum. Fjórir lykilmenn brasilíska landsliðsins, Augusto, Juvenal, Bigode og Chico spiluðu aldrei fyrir Brasilíu aftur og flestir leikmenn liðsins fóru í felur eftir leikinn. Brasilía vann fyrsta heimsmeistaratitilinn sinn átta árum síðar en þá var komið fram sautján ára undrabarn að nafni Pele. Brasilía vann líka heimsmeistaramótin 1962, 1970, 1994 og 2002."A #WorldCup game is more than a football match, it's part of the identity of our society" #OnThisDay, @Uruguay won the 1950 World Cup in Brazil - a game forever known as 'the Maracanazo' Get a history lesson from @DiegoLugano, who discusses his favourite World Cup pic.twitter.com/nyXSaDUVLy — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 16, 2019 Brasilía Einu sinni var... HM 2018 í Rússlandi HM 2022 í Katar Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
16. júlí 1950 var svo slæmur dagur fyrir brasilíska fótboltann að hann fékk sitt eigið nafn. Það nafn er Maracanazo. Liðið sem átti að færa Brössum fyrsta heimsmeistaratitilinn féll á prófinu og brasilíska þjóðin fór næstum því á taugum. Í stað þess að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn á þessum degi árið 1950 töpuðu Brasilíumenn mjög óvænt fyrir Úrúgvæ í úrslitaleiknum. Þetta var reyndar ekki formlegur úrslitaleikur því heimsmeistaratitilinn vannst þarna í fjögurra liða úrslitariðli. Brasilíumönnum nægði jafntefli í síðasta leiknum og komust í 1-0. Úrúgvæ náði að jafna metin í 1-1 og skoraði síðan sigurmarkið í lokin.#OnThisDay in the #Brazil1950#Uruguay beat the hosts 2-1 in the final game thanks to this goal from Alcides Ghiggia, the legendary #Maracanazo! Is this the greatest schock in #WorldCup history? Which other big schocks do you remember?pic.twitter.com/KgqGYrJ1Ms — FIFA WorldCup Trivia (@Trivia_WorldCup) July 16, 2019Alcides Ghiggia skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok og tryggði Úrúgvæ heimsmeistaratitilinn. Hann var enn fremur síðasti eftirlifandi leikmaðurinn úr þessum leik. Alcides Ghiggia lést fyrir nákvæmlega fjórum árum eða á sama mánaðardegi og hann skoraði sigurmarkið. Brasilíumenn troðfylltu Maracana leikvanginn í Ríó de Janeiro en talið að um tvö hundruð þúsund manns hafi mætt á leikinn. Brasilíumenn unnu tvo fyrstu leiki úrslitariðilsins á móti Spáni og Svíþjóð með markatölunni 13-2 og allir sem mættu á völlinn voru komnir til að upplifa mikla sigurveislu og sögulega stund. Þegar var flautað var til leiksloka var nánast þögn á vellinum þrátt fyrir að þar væru tvö hundruð þúsund manns. Aðeins heyrðust siguróp leikmanna Úrúgvæ. Það var búið að búa til verðlaunapeningana og semja nýtt sigurlag. Peningarnir sáust aldrei aftur og lagið var aldrei spilað. Sumir fjölmiðlar í Brasilíu neituðu hreinlega að sætta sig við að leikurinn hefði tapast og einhverjir áhorfendur eru sagðir hafa framið sjálfsmorð með því að hoppa fram af leikvanginum. Fjórir lykilmenn brasilíska landsliðsins, Augusto, Juvenal, Bigode og Chico spiluðu aldrei fyrir Brasilíu aftur og flestir leikmenn liðsins fóru í felur eftir leikinn. Brasilía vann fyrsta heimsmeistaratitilinn sinn átta árum síðar en þá var komið fram sautján ára undrabarn að nafni Pele. Brasilía vann líka heimsmeistaramótin 1962, 1970, 1994 og 2002."A #WorldCup game is more than a football match, it's part of the identity of our society" #OnThisDay, @Uruguay won the 1950 World Cup in Brazil - a game forever known as 'the Maracanazo' Get a history lesson from @DiegoLugano, who discusses his favourite World Cup pic.twitter.com/nyXSaDUVLy — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 16, 2019
Brasilía Einu sinni var... HM 2018 í Rússlandi HM 2022 í Katar Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira