Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Ursula von der Leyen var í dag formlega kjörin forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrst kvenna. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en í ræðu sem hún flutti í Evrópuþinginu í dag lagði hún áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum og kvaðst reiðubúin að gefa Bretum enn lengri frest til að semja um útgönguna úr Evrópusambandinu ef þörf krefði.

Þá ræðum við einnig við konu sem greindist með ört vaxandi krabbameinsæxli í júní en hefur beðið í um fjórar vikur eftir því að komast í aðgerð. Hún segir stöðuna flókna því bæði sé vöntun á læknum og starfsfólki á krabbameinsdeildinni, það komi best í ljós á sumrin.

Í fréttatímanum fylgjumst við einnig með vísindamönnum sem nú gera prófanir á rannsóknarbúnaður hér á landi sem til stendur að nota í leiðangri til Mars.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum í opinni dagskrá klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×