Lífið

Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Emmy verðlauna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hildur Guðnadóttir tónskáld.
Hildur Guðnadóttir tónskáld. ANTJE TAIGA JANDRIG

Hildur Guðnadóttir, tónskáld, hefur verið tilnefnd til Emmy verðlauna fyrir tónsmíði sína fyrir þættina Chernobyl sem hafa vakið mikla athygli. Hljóðrás Hildar fyrir þættina hefur ekki síður vakið athygli en hún var öll samsett úr hljóðum sem tekin voru upp í kjarnorkuveri.

Hildur er tilnefnd fyrir verkið Please Remain Calm. Þetta er þó ekki eina tilnefning Chernobyl þáttanna til Emmy verðlauna en þeir eru alls tilnefndir til 19 verðlauna á hátíðinni. Þar á meðal besta aðalleikara, besta aukaleikara og bestu aukaleikkonu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.