Innlent

Áttundi hver íbúi erlendur

DS skrifar
Fullveldishlaup Pólverja á Íslandi.
Fullveldishlaup Pólverja á Íslandi. Fréttablaðið/Stefán

Áttundi hver íbúi á Íslandi hefur erlent ríkisfang.

Alls voru 46.717 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi þann 1. júlí 2019 og hefur þeim fjölgað um 2.561 frá 1. desember 2018 eða um 5,8 prósent. Á sama tíma fjölgaði íslenskum ríkisborgurum sem eru búsettir hér á landi um 0,4 prósent.

Langflestir erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi eru pólskir eða 19.909. Alls eru 4.388 ríkisborgarar Litháens búsettir hér. Þessar tölur byggja á skráningu einstaklinga til heimilis á Íslandi eftir þjóðerni samkvæmt Þjóðskrá Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.