Innlent

Blöndubrú lokuð aðfaranótt föstudags

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Starfsfólk Vegagerðarinnar verður á svæðinu til þess að leiðbeina vegfarendum um hjáleiðir.
Starfsfólk Vegagerðarinnar verður á svæðinu til þess að leiðbeina vegfarendum um hjáleiðir. Vísir
Brúnni yfir ána Blöndu, sem Blönduós er kenndur við, verður lokað tímabundið vegna viðgerða, aðfaranótt föstudagsins 19. júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.Brúin verður lokuð frá klukkan 01:00 og opnar aftur klukkan 06:30. Starfsmenn vegagerðarinnar verða staðsettir á gatnamótum Norðurlandsvegar og Svínvetningabrautar bæði við Giljá og Svartá til þess að leiðbeina vegfarendum.Einnig verður starfsmaður við gatnamót Norðurlandsvegar og Skagastrandarvegar í sama tilgangi.Í tilkynningunni kemur fram að neyðarbílum, svo sem sjúkrabílum og bifreiðum lögreglu verði hleypt yfir brúna þrátt fyrir lokunina.

 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.