Innlent

Blöndubrú lokuð aðfaranótt föstudags

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Starfsfólk Vegagerðarinnar verður á svæðinu til þess að leiðbeina vegfarendum um hjáleiðir.
Starfsfólk Vegagerðarinnar verður á svæðinu til þess að leiðbeina vegfarendum um hjáleiðir. Vísir

Brúnni yfir ána Blöndu, sem Blönduós er kenndur við, verður lokað tímabundið vegna viðgerða, aðfaranótt föstudagsins 19. júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Brúin verður lokuð frá klukkan 01:00 og opnar aftur klukkan 06:30. Starfsmenn vegagerðarinnar verða staðsettir á gatnamótum Norðurlandsvegar og Svínvetningabrautar bæði við Giljá og Svartá til þess að leiðbeina vegfarendum.

Einnig verður starfsmaður við gatnamót Norðurlandsvegar og Skagastrandarvegar í sama tilgangi.

Í tilkynningunni kemur fram að neyðarbílum, svo sem sjúkrabílum og bifreiðum lögreglu verði hleypt yfir brúna þrátt fyrir lokunina.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.