Metfjöldi skemmtiferðaskipa í ár Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 12:45 Queen Mary 2 kom til hafnar í Reykjavík í morgun. vísir/vilhelm Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 sem liggur við bryggju í Reykjavík er lengsta skip sem komið hefur til landsins. Skemmtiferðaskipum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2014. Á síðasta ári kom hálf milljón farþega með skipunum en í ár er áætluð töluverð aukning. Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 er 345 metrar að lengd og 149 þúsund brúttótonn. Skipið tekur 2691 farþega og þar er einnig 1292 manna áhöfn. Skipið er notað í reglulegar áætlunarsiglingar yfir Atlandshafið og á milli tveggja heimahafna sinna Southampton á England og New York í Bandaríkjunum. Siglingin tekur alls 22 sólahringa og leggur skipið á leið sinni að bryggju í Halifax, Corner Brook, Reykjavík og Liverpool. Þetta er mikið glæsiskip og var á sínum tíma stærsta farþegaskip heims. Í ár eru 184 skipakomur farþegaskip áætlaðar til faxaflóahafnar og er það metfjöldi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þróunina hafa verið upp á við frá árinu 2014. „Þetta hefur verið nokkuð stöðug þróun frá því árinu 2014, þá voru rúmlega 200 þúsund farþegar sem komu með skemmtiferðaskipum. Á síðasta ári voru þeir svo tæplega hálf milljón og útlit er fyrir að þetta verði svipað eða heldur meira á þessu ári,“ segir hann. Jóhannes segir það góða viðbót fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að fá skemmtiferðaskipin hingað. Koma þeirra sé þó ekki gallalausa. „Umferð skemmtiferðaskipa hefur fengið á sig ákveðna gagnrýni í ferðaþjónustu víða um heim. Þar sem að álag er mikið, sumir telja að þau skilji lítið eftir sig. Ég held að þetta sé samt umferð sem að við fögnum og verðum að horfa þá í hér innanlands hvernig við getum á bestan hátt skapað verðmæti og boðið þessum farþegum upp á vöruúrval og þjónustu sem þau hafa áhuga á að nýta,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir 345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 sem liggur við bryggju í Reykjavík er lengsta skip sem komið hefur til landsins. Skemmtiferðaskipum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2014. Á síðasta ári kom hálf milljón farþega með skipunum en í ár er áætluð töluverð aukning. Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 er 345 metrar að lengd og 149 þúsund brúttótonn. Skipið tekur 2691 farþega og þar er einnig 1292 manna áhöfn. Skipið er notað í reglulegar áætlunarsiglingar yfir Atlandshafið og á milli tveggja heimahafna sinna Southampton á England og New York í Bandaríkjunum. Siglingin tekur alls 22 sólahringa og leggur skipið á leið sinni að bryggju í Halifax, Corner Brook, Reykjavík og Liverpool. Þetta er mikið glæsiskip og var á sínum tíma stærsta farþegaskip heims. Í ár eru 184 skipakomur farþegaskip áætlaðar til faxaflóahafnar og er það metfjöldi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þróunina hafa verið upp á við frá árinu 2014. „Þetta hefur verið nokkuð stöðug þróun frá því árinu 2014, þá voru rúmlega 200 þúsund farþegar sem komu með skemmtiferðaskipum. Á síðasta ári voru þeir svo tæplega hálf milljón og útlit er fyrir að þetta verði svipað eða heldur meira á þessu ári,“ segir hann. Jóhannes segir það góða viðbót fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að fá skemmtiferðaskipin hingað. Koma þeirra sé þó ekki gallalausa. „Umferð skemmtiferðaskipa hefur fengið á sig ákveðna gagnrýni í ferðaþjónustu víða um heim. Þar sem að álag er mikið, sumir telja að þau skilji lítið eftir sig. Ég held að þetta sé samt umferð sem að við fögnum og verðum að horfa þá í hér innanlands hvernig við getum á bestan hátt skapað verðmæti og boðið þessum farþegum upp á vöruúrval og þjónustu sem þau hafa áhuga á að nýta,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir 345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21