Fótbolti

Jón Dagur opnaði markareikninginn hjá AGF

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Dagur lét til sín taka eftir að hann kom inn á sem varamaður.
Jón Dagur lét til sín taka eftir að hann kom inn á sem varamaður. vísir/getty
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir AGF þegar liðið tapaði fyrir FC Köbenhavn, 2-1, í 2. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Jón Dagur kom inn á sem varamaður eftir að Jonas Wind kom FCK í 2-0 á 64. mínútu.

Þegar níu mínútur voru eftir slapp Jón Dagur inn fyrir vörn FCK og lyfti boltanum skemmtilega yfir Sten Grytebust í marki heimamanna.

Fleiri urðu mörkin ekki og FCK fagnaði sínum öðrum sigri á tímabilinu. AGF er með eitt stig.

Jón Dagur gekk í raðir AGF fyrr í sumar. Hann lék sem lánsmaður með Vendsyssel í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×