Fótbolti

Viðar byrjaður að æfa með Rubin Kazan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar hefur skorað þrjú mörk í 21 landsleik.
Viðar hefur skorað þrjú mörk í 21 landsleik. vísir/getty

Viðar Örn Kjartansson mætti á sína fyrstu æfingu hjá rússneska úrvalsdeildarliðinu Rubin Kazan í dag. Félagið birti mynd af Viðari á æfingunni á Twitter.


Búast má við því að gengið verði frá félagaskiptum Viðars frá Rostov til Rubin Kazan fyrr en síðar.

Viðar lék sinn síðasta leik fyrir Hammarby á mánudaginn en hann var í láni hjá sænska úrvalsdeildarliðinu frá Rostov.

Selfyssingurinn gekk í raðir Rostov í fyrra en lék aðeins átta deildarleiki með liðinu á síðasta tímabili. Hann lék 15 deildarleiki með Hammarby og skoraði sjö mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.