Innlent

Fækka flugferðum milli Keflavíkur og London

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Wizz air mun ekki fljúga daglega til London eins og nú.
Wizz air mun ekki fljúga daglega til London eins og nú. Wiki commons

Ungverska flugfélagið Wizz air kemur til með að fækka flugferðum sínum á milli Keflavíkur og Luton-flugvallar í London. Undanfarið hefur félagið flogið daglega milli Keflavíkur og Luton en gert er ráð fyrir fækkun niður í fimm ferðir á viku ef marka má vetraráætlun félagsins.

Talsmaður Wizz air staðfesti þetta við vefinn Túrista sem greindi fyrst frá málinu. Flugfélagið hóf flug á til Keflavíkur frá Luton í apríl á seinasta ári. Við fall WOW-air tilkynnti Wizz fjölgun ferða og hefur félagið síðan flogið daglega milli áfangastaðanna tveggja.

Í samtali við Túrista sagði talsmaður Wizz að flugáætlun félagsins sé til sífelldrar endurskoðunar og löguð að bókunarstöðu félagsins fram í tímann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.