Hætti að sitja fyrir hjá Victoria's Secret vegna femínískra gilda Sylvía Hall skrifar 2. júlí 2019 09:12 Karlie Kloss er ein frægasta fyrirsæta heims. Vísir/Getty Ofurfyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um ástæðu þess að hún hætti að sitja fyrir hjá undirfatarisanum Victoria‘s Secret árið 2015 í nýju viðtalið við Vogue. Fyrirsætan, sem er 27 ára gömul, byrjaði að starfa fyrir Victoria‘s Secret aðeins 19 ára. Í viðtalinu segir Kloss það hafa verið mikilvæg tímamót í sínu lífi þegar hún byrjaði að læra femínískar kenningar við New York háskóla og segir hún það hafa breytt viðhorfi sínu til hinna ýmsu hluta. „Ég held að það hafi verið tímamót fyrir mig sjálfa að finna fyrir valdeflingunni sem fylgdi því að verða femínisti og gera mér grein fyrir því að ég gæti tekið mínar eigin ákvarðanir og stjórna mínu lífi, sama hvort það hafi verið með því að velja betur þau fyrirtæki sem ég starfa með eða með ímynd minni,“ segir fyrirsætan. Hún segist hafa áttað sig á því að hún ætti enga samleið með þeirri stefnu sem var hjá undirfatarisanum eftir að hafa lært meira um femínisma og áttað sig á því hvernig fyrirmynd hún vildi vera. „Ástæðan fyrir því að ég hætti að starfa með Victoria‘s Secret var sú að mér fannst það ekki vera ímynd sem endurspeglaði fullkomlega hver ég er og hvaða skilaboð ég vil senda til ungra kvenna um hvað það þýðir að vera falleg,“ segir Kloss.Kloss hefur komið fram á árlegum tískusýningum Victoria's Secret en tekur ekki lengur að sér myndatökur fyrir fyrirtækið.Vísir/GettyÓttaðist lengi að hafna verkefnum Fyrirsætubransinn er harður og segist Kloss hafa lengi verið hrædd við að hafna verkefnum. Hún hafi nánast ekki hafnað neinu tækifæri af ótta við að hún myndi missa verkefni eða jafnvel vinnuna yfir höfuð. Með því að hætta að sitja fyrir hjá Victoria‘s Secret hafi hún uppgötvað hversu sterk staða hennar sem fyrirsæta var og það hafi verið valdeflandi. „Því oftar sem ég þorði að nota mína eigin rödd, því meiri virðingu vann ég mér inn hjá jafningjum mínum. Ég öðlaðist líka meiri virðingu fyrir sjálfri mér. Fyrst núna hef ég sjálfstraustið til að bera höfuðið hátt.“ Tíska og hönnun Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
Ofurfyrirsætan Karlie Kloss tjáði sig um ástæðu þess að hún hætti að sitja fyrir hjá undirfatarisanum Victoria‘s Secret árið 2015 í nýju viðtalið við Vogue. Fyrirsætan, sem er 27 ára gömul, byrjaði að starfa fyrir Victoria‘s Secret aðeins 19 ára. Í viðtalinu segir Kloss það hafa verið mikilvæg tímamót í sínu lífi þegar hún byrjaði að læra femínískar kenningar við New York háskóla og segir hún það hafa breytt viðhorfi sínu til hinna ýmsu hluta. „Ég held að það hafi verið tímamót fyrir mig sjálfa að finna fyrir valdeflingunni sem fylgdi því að verða femínisti og gera mér grein fyrir því að ég gæti tekið mínar eigin ákvarðanir og stjórna mínu lífi, sama hvort það hafi verið með því að velja betur þau fyrirtæki sem ég starfa með eða með ímynd minni,“ segir fyrirsætan. Hún segist hafa áttað sig á því að hún ætti enga samleið með þeirri stefnu sem var hjá undirfatarisanum eftir að hafa lært meira um femínisma og áttað sig á því hvernig fyrirmynd hún vildi vera. „Ástæðan fyrir því að ég hætti að starfa með Victoria‘s Secret var sú að mér fannst það ekki vera ímynd sem endurspeglaði fullkomlega hver ég er og hvaða skilaboð ég vil senda til ungra kvenna um hvað það þýðir að vera falleg,“ segir Kloss.Kloss hefur komið fram á árlegum tískusýningum Victoria's Secret en tekur ekki lengur að sér myndatökur fyrir fyrirtækið.Vísir/GettyÓttaðist lengi að hafna verkefnum Fyrirsætubransinn er harður og segist Kloss hafa lengi verið hrædd við að hafna verkefnum. Hún hafi nánast ekki hafnað neinu tækifæri af ótta við að hún myndi missa verkefni eða jafnvel vinnuna yfir höfuð. Með því að hætta að sitja fyrir hjá Victoria‘s Secret hafi hún uppgötvað hversu sterk staða hennar sem fyrirsæta var og það hafi verið valdeflandi. „Því oftar sem ég þorði að nota mína eigin rödd, því meiri virðingu vann ég mér inn hjá jafningjum mínum. Ég öðlaðist líka meiri virðingu fyrir sjálfri mér. Fyrst núna hef ég sjálfstraustið til að bera höfuðið hátt.“
Tíska og hönnun Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira