Birkiskógar fái að dreifa úr sér Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júlí 2019 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynntu aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum í dag. Árleg landgræðsla og skógrækt verður tvöfölduð á næstu fjórum árum, meðal annars með viðamikilli gróðursetningu birkitrjáa sem eiga að dreifa úr sér. Þetta er meðal stærstu einstaka aðgerða stjórnvalda gegn loftslagsvánni. Til skoðunar er að setja á hvatakerfi fyrir landeigendur til þessa að endurheimta megi votlendi. Önnur af tveimur megin aðgerðum stjórnalda í loftslagsmálum var kynnt í dag. Saman eiga þær að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu þannig að Ísland verði að lokum kolefnishlutlaust árið 2040. Fyrri aðgerðin sem var kynnt í júní lítur að orkuskiptum og meðal annars fjölgun rafhleðslustöðva. Þessi felur í sér með landgræðslu og endurheimt votlendis. „Við erum að leggja á næstu fjórum árum 2,1 milljarð króna til þessara verkefna. Það verður aukning eftir því sem það líður á tímann og meira fjármagn kemur inn á seinni hlutanum," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu og skógræktar ríflega tvöfaldist á næstu fjórum árum. Um er að ræða ýmsar aðgerðir, bæði nýjar og sem eru þegar komnar í gang. „Þar má nefna verkefni með bændum sem nefnist „Bændur græða landið", sem er sjóður sem landeigendur og félagasamtök geta sótt í. Síðan erum við líka að horfa til verkefna þar sem við erum að aðstoða náttúruna við að hjálpa sjálfri sér," segir Guðmundur. Þar er horft til Hekluskóga sem fyrirmyndar. „Það er þá gert með því að bera á einhers konar áburðarefni og síðan planta birki og víði í nokkurs konar eyjar sem síðan dreifa út frá sér þegar tréin eru kannski eftir þrjú til fimm ár farin að gefa fræ," segir Guðmundur. Annar hluti snýr að endurheimt votlendis. Enginn flokkur í losunarbókhaldi Íslands er ábyrgur fyrir jafn mikilli losun og framræst votlendi. Áætlað hefur verið að allt að það jafngildi um sextíu próenstum af heildarlosun landsins. Á síðustu fjórum árum hefur árlega verið endurheimtir um 45 hektarar af votlendi. Markmiðið er að hektararnir verði 500 eftir þrjú ár. Þetta jafnast á við um 66 fótboltavelli í dag á móti 730 völlum árið 2022. Til skoðunar er að ná þessu markmiði meðal annars með styrkjum til landeigenda að sögn forsætisráðherra. „Við höfum til dæmis fundið fyrir miklum áhuga hjá bændum víða um land um að taka þátt í þessu en auðvitað þurfa stjórnvöld að koma inn með styrki til þess að hægt sé að ráðast í slík verkefni. Þannig að við horfum á að þetta verði gert meðal annars með bændum, með skógræktinni og með frjálsum félagasamtökum," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Árleg landgræðsla og skógrækt verður tvöfölduð á næstu fjórum árum, meðal annars með viðamikilli gróðursetningu birkitrjáa sem eiga að dreifa úr sér. Þetta er meðal stærstu einstaka aðgerða stjórnvalda gegn loftslagsvánni. Til skoðunar er að setja á hvatakerfi fyrir landeigendur til þessa að endurheimta megi votlendi. Önnur af tveimur megin aðgerðum stjórnalda í loftslagsmálum var kynnt í dag. Saman eiga þær að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu þannig að Ísland verði að lokum kolefnishlutlaust árið 2040. Fyrri aðgerðin sem var kynnt í júní lítur að orkuskiptum og meðal annars fjölgun rafhleðslustöðva. Þessi felur í sér með landgræðslu og endurheimt votlendis. „Við erum að leggja á næstu fjórum árum 2,1 milljarð króna til þessara verkefna. Það verður aukning eftir því sem það líður á tímann og meira fjármagn kemur inn á seinni hlutanum," segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Áætlað er að árlegt umfang landgræðslu og skógræktar ríflega tvöfaldist á næstu fjórum árum. Um er að ræða ýmsar aðgerðir, bæði nýjar og sem eru þegar komnar í gang. „Þar má nefna verkefni með bændum sem nefnist „Bændur græða landið", sem er sjóður sem landeigendur og félagasamtök geta sótt í. Síðan erum við líka að horfa til verkefna þar sem við erum að aðstoða náttúruna við að hjálpa sjálfri sér," segir Guðmundur. Þar er horft til Hekluskóga sem fyrirmyndar. „Það er þá gert með því að bera á einhers konar áburðarefni og síðan planta birki og víði í nokkurs konar eyjar sem síðan dreifa út frá sér þegar tréin eru kannski eftir þrjú til fimm ár farin að gefa fræ," segir Guðmundur. Annar hluti snýr að endurheimt votlendis. Enginn flokkur í losunarbókhaldi Íslands er ábyrgur fyrir jafn mikilli losun og framræst votlendi. Áætlað hefur verið að allt að það jafngildi um sextíu próenstum af heildarlosun landsins. Á síðustu fjórum árum hefur árlega verið endurheimtir um 45 hektarar af votlendi. Markmiðið er að hektararnir verði 500 eftir þrjú ár. Þetta jafnast á við um 66 fótboltavelli í dag á móti 730 völlum árið 2022. Til skoðunar er að ná þessu markmiði meðal annars með styrkjum til landeigenda að sögn forsætisráðherra. „Við höfum til dæmis fundið fyrir miklum áhuga hjá bændum víða um land um að taka þátt í þessu en auðvitað þurfa stjórnvöld að koma inn með styrki til þess að hægt sé að ráðast í slík verkefni. Þannig að við horfum á að þetta verði gert meðal annars með bændum, með skógræktinni og með frjálsum félagasamtökum," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Loftslagsmál Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira