Aldrei fleiri sparkvissir í heimsókn á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2019 10:35 Fjölnir verður að sjálfsögðu með sína fulltrúa á svæðinu. Þrítugasta og þriðja N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag og stendur til laugardags. Alls taka 1.960 drengir víðsvegar af landinu þátt en 204 lið frá fjölmörgum félögum eru skráð til leiks. Kópavogsfélögin Breiðablik og HK senda fimmtán lið annars vegar og tólf lið hins vegar til leiks. Þá tekur eitt lið frá Bandaríkjunum þátt í mótinu. Í tilkynningu frá N1 kemur frma að um sé að ræða fjölmennasta mótið frá upphafi en það var lengi vel kennt við Esso. Þar keppa drengir í 5. flokki sín á milli en samhliða mótinu mæta fulltrúar úr Hæfileikamótun KSÍ og fylgjast með þátttakendum. Eins og ætíð áður fylgir mikill fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið. Minna skipuleggjendur á umburðarlyndi og þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf. Knattspyrnufélag Akureyrar stendur fyrir mótinu. Fjöldinn allur af mótum fer fram þetta sumar hjá stelpum og strákum víðs vegar um landið. Landsbankamóti 6. flokks stúlkna fór fram á dögunum á Sauðárkróki, Norðurálsmótið fyrir 7. flokk drengja á Akranesi og svo TM og Orkumótið í Eyjum fyrir stúlkur í 5. flokki og drengi í 6. flokki. Eldri keppendur fá líka að keppa en Pollamót Þórs fer fram á Akureyri 5. og 6. júlí. Bætist því enn í hóp þeirra sem sparka bolta á Akureyri í þessari viku. Yngri kynslóðin verður á KA svæðinu og sú eldri í Þorpinu hjá Þórsurum. 62 lið eru skráð til leiks, 20 kvennalið og 42 karlalið í ólíkum aldursflokkum. Þótt töluverður munur sé á mótunum tveimur er það sameiginlegt að spilað er sjö gegn sjö. Gamla kynslóðin leyfir hins vegar engar rennitæklingar enda slysahættan hjá eldri kynslóðinni töluvert meiri en hjá þeirri yngri. Aldrei þessu vant virðist bongóblíða ekki bíða gesta. Spáð er 15 stiga hita í dag en tveggja stafa tala er annars ekki í kortunum þegar kemur að hitastigi. Þá virðist sólin ekki heldur ætla að sýna sig samkvæmt spám en það gæti breyst. Akureyri Börn og uppeldi Íslenski boltinn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Þrítugasta og þriðja N1 mótið í knattspyrnu, hefst á Akureyri í dag og stendur til laugardags. Alls taka 1.960 drengir víðsvegar af landinu þátt en 204 lið frá fjölmörgum félögum eru skráð til leiks. Kópavogsfélögin Breiðablik og HK senda fimmtán lið annars vegar og tólf lið hins vegar til leiks. Þá tekur eitt lið frá Bandaríkjunum þátt í mótinu. Í tilkynningu frá N1 kemur frma að um sé að ræða fjölmennasta mótið frá upphafi en það var lengi vel kennt við Esso. Þar keppa drengir í 5. flokki sín á milli en samhliða mótinu mæta fulltrúar úr Hæfileikamótun KSÍ og fylgjast með þátttakendum. Eins og ætíð áður fylgir mikill fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið. Minna skipuleggjendur á umburðarlyndi og þolinmæði meðan á mótinu stendur, hvort sem um er að ræða umferðarmál eða önnur mál sem óhjákvæmilega getað skapað töf. Knattspyrnufélag Akureyrar stendur fyrir mótinu. Fjöldinn allur af mótum fer fram þetta sumar hjá stelpum og strákum víðs vegar um landið. Landsbankamóti 6. flokks stúlkna fór fram á dögunum á Sauðárkróki, Norðurálsmótið fyrir 7. flokk drengja á Akranesi og svo TM og Orkumótið í Eyjum fyrir stúlkur í 5. flokki og drengi í 6. flokki. Eldri keppendur fá líka að keppa en Pollamót Þórs fer fram á Akureyri 5. og 6. júlí. Bætist því enn í hóp þeirra sem sparka bolta á Akureyri í þessari viku. Yngri kynslóðin verður á KA svæðinu og sú eldri í Þorpinu hjá Þórsurum. 62 lið eru skráð til leiks, 20 kvennalið og 42 karlalið í ólíkum aldursflokkum. Þótt töluverður munur sé á mótunum tveimur er það sameiginlegt að spilað er sjö gegn sjö. Gamla kynslóðin leyfir hins vegar engar rennitæklingar enda slysahættan hjá eldri kynslóðinni töluvert meiri en hjá þeirri yngri. Aldrei þessu vant virðist bongóblíða ekki bíða gesta. Spáð er 15 stiga hita í dag en tveggja stafa tala er annars ekki í kortunum þegar kemur að hitastigi. Þá virðist sólin ekki heldur ætla að sýna sig samkvæmt spám en það gæti breyst.
Akureyri Börn og uppeldi Íslenski boltinn Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira