Hjólabátar Mýrdælinga ekki fengist samþykktir sem skip Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júlí 2019 22:29 Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík, var frumkvöðull í notkun hjólabáta í ferðaþjónustu hérlendis. Núna kemur hann þeim ekki í gegnum kerfið. Stöð 2/Einar Árnason. Áform Mýrdælinga um að hefja á ný siglingar með ferðamenn á hjólabátum við Reynisdranga eru strand í kerfinu. Tveir hjólabátar, sem keyptir voru til landsins, fást ekki samþykktir sem skip og hafa safnað skuldum á þriðja ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hjólabátarnir voru eitt af einkennistáknum Víkur í Mýrdal fyrir um aldarfjórðungi. Svo hurfu þeir en núna eru tveir komnir aftur. Reynir Ragnarsson og synir stóðu fyrir hjólbátaútgerðinni á sínum tíma, nýttu bátana fyrstu árin til fiskveiða frá sendinni ströndinni við Vík en fóru svo að sigla með ferðamenn.Hjólabátar voru bæði gerðir út frá Vík og Dyrhólahverfi til siglinga með ferðamenn.Mynd/Úr safni.„Og það virkaði bara mjög vel. En þetta voru eiginlega eingöngu Íslendingar þá sem sóttu þetta. Sumir sögðu að þetta hefði verið það sem kom Víkinni á kortið. Þetta var mjög vinsælt. En þetta var barningur því að það var ekki það mikið um ferðamenn hérna,“ segir Reynir, sem er fyrrverandi lögreglumaður í Vík. Fyrir þremur árum ákváðu þeir að byrja aftur, keyptu tvo hjólabáta af herlager í Belgíu, en rákust þá á vegg hjá Samgöngustofu. „Það væru komnar aðrar reglur og miklu strangari ESB-reglur. Og þetta væri orðið annað hafsvæði og ég veit ekki hvað og hvað. Og það var eiginlega allt fundið til foráttu sem hægt var,“ segir Reynir. Frá Samgöngustofu fengust þau svör að um innflutning, skráningu báta og skipa og eftirlit með þeim giltu reglur, sem miðuðu að því fyrst og síðast að tryggja öryggi. Skip sem keypt væri frá útlöndum til skráningar hérlendis þyrfti að hafa verið smíðað í samræmi við reglur viðurkennds flokkunarfélags eða sambærilegum reglum og fullnægja íslenskum lögum um styrkleika, búnað og haffæri. „Við höfum ekki ennþá getað komið þeim á skipaskrá eða fengið þá skráða sem skip,“ segir Reynir. Horft yfir Reynisdranga í átt til Víkur.Stöð 2/Einar Árnason.Samgöngustofa segir að til að samþykkja innflutt skip inn á skipaskrá þurfi að liggja fyrir allar teikningar og önnur gögn svo unnt sé að meta hvort það uppfylli umræddar reglur. Reynir segir herinn ekki láta smíðateikningar af hendi, því hafi þeir fengið íslenska verkfræðistofu til að teikna bátana upp en ekkert gangi. „Það virðist vera að þetta hafsvæði B sé allt í einu orðið svo hættulegt að það má ekki, - því að þeir sögðu að þó við fengjum skipaskrárnúmer á bátana, og þá skráða, þá væri ekki víst að við fengjum nokkurn tíma leyfi til að sigla þeim á þessu hættulega svæði.“ -Þannig að eins og staðan er, þá hreyfast þeir ekkert, þeir bara standa hérna? „Þeir bíða bara hérna og safna skuldum,“ svarar Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík. 1. október 2008 16:40 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Áform Mýrdælinga um að hefja á ný siglingar með ferðamenn á hjólabátum við Reynisdranga eru strand í kerfinu. Tveir hjólabátar, sem keyptir voru til landsins, fást ekki samþykktir sem skip og hafa safnað skuldum á þriðja ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hjólabátarnir voru eitt af einkennistáknum Víkur í Mýrdal fyrir um aldarfjórðungi. Svo hurfu þeir en núna eru tveir komnir aftur. Reynir Ragnarsson og synir stóðu fyrir hjólbátaútgerðinni á sínum tíma, nýttu bátana fyrstu árin til fiskveiða frá sendinni ströndinni við Vík en fóru svo að sigla með ferðamenn.Hjólabátar voru bæði gerðir út frá Vík og Dyrhólahverfi til siglinga með ferðamenn.Mynd/Úr safni.„Og það virkaði bara mjög vel. En þetta voru eiginlega eingöngu Íslendingar þá sem sóttu þetta. Sumir sögðu að þetta hefði verið það sem kom Víkinni á kortið. Þetta var mjög vinsælt. En þetta var barningur því að það var ekki það mikið um ferðamenn hérna,“ segir Reynir, sem er fyrrverandi lögreglumaður í Vík. Fyrir þremur árum ákváðu þeir að byrja aftur, keyptu tvo hjólabáta af herlager í Belgíu, en rákust þá á vegg hjá Samgöngustofu. „Það væru komnar aðrar reglur og miklu strangari ESB-reglur. Og þetta væri orðið annað hafsvæði og ég veit ekki hvað og hvað. Og það var eiginlega allt fundið til foráttu sem hægt var,“ segir Reynir. Frá Samgöngustofu fengust þau svör að um innflutning, skráningu báta og skipa og eftirlit með þeim giltu reglur, sem miðuðu að því fyrst og síðast að tryggja öryggi. Skip sem keypt væri frá útlöndum til skráningar hérlendis þyrfti að hafa verið smíðað í samræmi við reglur viðurkennds flokkunarfélags eða sambærilegum reglum og fullnægja íslenskum lögum um styrkleika, búnað og haffæri. „Við höfum ekki ennþá getað komið þeim á skipaskrá eða fengið þá skráða sem skip,“ segir Reynir. Horft yfir Reynisdranga í átt til Víkur.Stöð 2/Einar Árnason.Samgöngustofa segir að til að samþykkja innflutt skip inn á skipaskrá þurfi að liggja fyrir allar teikningar og önnur gögn svo unnt sé að meta hvort það uppfylli umræddar reglur. Reynir segir herinn ekki láta smíðateikningar af hendi, því hafi þeir fengið íslenska verkfræðistofu til að teikna bátana upp en ekkert gangi. „Það virðist vera að þetta hafsvæði B sé allt í einu orðið svo hættulegt að það má ekki, - því að þeir sögðu að þó við fengjum skipaskrárnúmer á bátana, og þá skráða, þá væri ekki víst að við fengjum nokkurn tíma leyfi til að sigla þeim á þessu hættulega svæði.“ -Þannig að eins og staðan er, þá hreyfast þeir ekkert, þeir bara standa hérna? „Þeir bíða bara hérna og safna skuldum,“ svarar Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík. 1. október 2008 16:40 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík. 1. október 2008 16:40