Innlent

Hjólabátur bilaði fyrir utan Vík

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Björgunarsveitin Víkverji í Vík var kölluð út klukkan háflfjögur í dag þegar skrúfa bilaði í hjólabát Dyrhólaferða sem var á siglingu fyrir utan Vík.

Um borð voru 30 farþegar og tveir starfsmenn. Fram kemur í tilkynningu Landsbjargar að annar hjólabátur hafi verið sendur á staðinn og dró hann þann bilaða að ströndu þar sem hægt var að aka honum á land. Björgunarsveitarfólk var tilbúið með búnað í landi ef landtaka tækist ekki. Allt gekk hins vegar vel og engan sakaði. Veður á svæðinu var þokkalegt og gott í sjóinn.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×