Innlent

Óverjandi að bíða ekki með framkvæmdirnar

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Fréttablaðið/Anton Brink
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir óverjandi að VesturVerk skuli ekki hafa beðið með framkvæmdir í Hvalá.

„Mín persónulega skoðun er allavega sú að það sé rétt að bíða eftir úrskurði nefndarinnar, ekki síst í jafn umdeildu máli.“

Hvalárvirkjun á Ströndum hefur verið gríðarlega umdeild framkvæmd. Um­hverfisráðherra, sem er fyrrverandi formaður Landverndar, segir hins vegar hendur sínar bundnar í þessu tilviki. Hann geti ekki friðlýst svæðið með pennastriki. Samkvæmt lögum verði slík ákvörðun að fara í gegnum Alþingi eða að samþykki bæði sveitarstjórnar og landeigenda liggi fyrir.

Framkvæmdaleyfi VesturVerks var kært til úrskurðarnefndar. Að sögn Guðmundar mun það aðeins taka nokkrar vikur að fá úr því skorið hvort framkvæmdir verða stöðvaðar eða ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×