Mál zúista gegn ríkinu vegna sóknargjalda tekið fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 10:44 Teikning af hofi sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism hafa haldið því fram að þeir vilji reisa í Reykjavík. Zuism.is Fyrsta fyrirtaka í máli trúfélagsins Zuism gegn íslenska ríkinu vegna sóknargjalda sem ríkið hefur haldið eftir frá áramótum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sóknargjöldunum hefur verið haldið eftir vegna vafa um að trúfélagið uppfylli skilyrði laga um slík félög. Aðstandendur Zuism stefndu íslenska ríkinu í apríl vegna sóknargjaldanna sem námu þá tæpum fjórum og hálfri milljón króna. Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum, sagði Vísi þá að vafi léki á því hvort að félagið uppfyllti skilyrði laga „í nokkuð víðtækum skilningi“. Um leið og kæran var lögð fram sendi almannatengill sem starfað hefur fyrir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumann Zuism, Vísi afrit af kvörtun undan lögfræðingi hjá sýslumannsembættinu sem félagið var sagt hafa sent dómsmálaráðuneytinu. Leynd hefur ríkt yfir trúfélaginu Zuism og fjármálum þess undanfarin ár. Það var skráð trúfélag árið 2013. Stofnendurnir voru þeir Einar og Ágúst Arnar Ágústsson og Ólafur Helgi Þorgrímsson. Bræðurnir hafa verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna umdeildra safnana á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni. Einar var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í fyrra fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum. Ólafur Helgi var nýlega dæmdur fyrir stórfelld skattsvik í tengslum við rekstur ferðaþjónustufyrirtækisins Ævintýrareisna. Félagið hefur lofað safnaðarmeðlimum endurgreiðslum á sóknargjöldum undanfarin ár. Ágúst Arnar hefur aftur á móti aldrei viljað upplýsa um hversu margir hafa fengið sóknargjöldin endurgreidd eða hversu hátt hlutfall sóknargjalda sem félagið fær frá ríkinu hafi verið greitt til félagsmanna. Zuism hefur fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda frá ríkinu. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um hvernig þeim fjármunum hefur verið varið. Í ársskýrslu sem Zuism skilaði sýslumanni fyrir árið 2017 kom fram að félagið hefði tapað átta milljónum króna. Þar voru skráðar 35,6 milljónir króna í gjöld undir „óvenjulegum liðum“. Zuism Tengdar fréttir Ráðherra telur tilefni til að endurskoða lög um trúfélög Ríkislögreglustjóri telur hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög séu misnotkuð í þágu brotastarfsemi. Dómsmálaráðherra segir koma til greina að endurskoða lög um þau, herða kröfur og viðurlög. 30. apríl 2019 14:16 Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Ólafur Helgi Þorgrímsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanframtelja hundruð milljóna króna í rekstri ferðaskrifstofu hans. Hann þarf einnig að greiða 143 milljóna króna sekt eða sæta tæplega árs fangelsi ella. 26. júní 2019 08:40 Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00 Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47 Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Fyrsta fyrirtaka í máli trúfélagsins Zuism gegn íslenska ríkinu vegna sóknargjalda sem ríkið hefur haldið eftir frá áramótum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sóknargjöldunum hefur verið haldið eftir vegna vafa um að trúfélagið uppfylli skilyrði laga um slík félög. Aðstandendur Zuism stefndu íslenska ríkinu í apríl vegna sóknargjaldanna sem námu þá tæpum fjórum og hálfri milljón króna. Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum, sagði Vísi þá að vafi léki á því hvort að félagið uppfyllti skilyrði laga „í nokkuð víðtækum skilningi“. Um leið og kæran var lögð fram sendi almannatengill sem starfað hefur fyrir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumann Zuism, Vísi afrit af kvörtun undan lögfræðingi hjá sýslumannsembættinu sem félagið var sagt hafa sent dómsmálaráðuneytinu. Leynd hefur ríkt yfir trúfélaginu Zuism og fjármálum þess undanfarin ár. Það var skráð trúfélag árið 2013. Stofnendurnir voru þeir Einar og Ágúst Arnar Ágústsson og Ólafur Helgi Þorgrímsson. Bræðurnir hafa verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna umdeildra safnana á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni. Einar var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í fyrra fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum. Ólafur Helgi var nýlega dæmdur fyrir stórfelld skattsvik í tengslum við rekstur ferðaþjónustufyrirtækisins Ævintýrareisna. Félagið hefur lofað safnaðarmeðlimum endurgreiðslum á sóknargjöldum undanfarin ár. Ágúst Arnar hefur aftur á móti aldrei viljað upplýsa um hversu margir hafa fengið sóknargjöldin endurgreidd eða hversu hátt hlutfall sóknargjalda sem félagið fær frá ríkinu hafi verið greitt til félagsmanna. Zuism hefur fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda frá ríkinu. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um hvernig þeim fjármunum hefur verið varið. Í ársskýrslu sem Zuism skilaði sýslumanni fyrir árið 2017 kom fram að félagið hefði tapað átta milljónum króna. Þar voru skráðar 35,6 milljónir króna í gjöld undir „óvenjulegum liðum“.
Zuism Tengdar fréttir Ráðherra telur tilefni til að endurskoða lög um trúfélög Ríkislögreglustjóri telur hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög séu misnotkuð í þágu brotastarfsemi. Dómsmálaráðherra segir koma til greina að endurskoða lög um þau, herða kröfur og viðurlög. 30. apríl 2019 14:16 Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Ólafur Helgi Þorgrímsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanframtelja hundruð milljóna króna í rekstri ferðaskrifstofu hans. Hann þarf einnig að greiða 143 milljóna króna sekt eða sæta tæplega árs fangelsi ella. 26. júní 2019 08:40 Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00 Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47 Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Ráðherra telur tilefni til að endurskoða lög um trúfélög Ríkislögreglustjóri telur hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög séu misnotkuð í þágu brotastarfsemi. Dómsmálaráðherra segir koma til greina að endurskoða lög um þau, herða kröfur og viðurlög. 30. apríl 2019 14:16
Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Ólafur Helgi Þorgrímsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanframtelja hundruð milljóna króna í rekstri ferðaskrifstofu hans. Hann þarf einnig að greiða 143 milljóna króna sekt eða sæta tæplega árs fangelsi ella. 26. júní 2019 08:40
Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00
Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47
Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00