Mál zúista gegn ríkinu vegna sóknargjalda tekið fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 10:44 Teikning af hofi sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism hafa haldið því fram að þeir vilji reisa í Reykjavík. Zuism.is Fyrsta fyrirtaka í máli trúfélagsins Zuism gegn íslenska ríkinu vegna sóknargjalda sem ríkið hefur haldið eftir frá áramótum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sóknargjöldunum hefur verið haldið eftir vegna vafa um að trúfélagið uppfylli skilyrði laga um slík félög. Aðstandendur Zuism stefndu íslenska ríkinu í apríl vegna sóknargjaldanna sem námu þá tæpum fjórum og hálfri milljón króna. Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum, sagði Vísi þá að vafi léki á því hvort að félagið uppfyllti skilyrði laga „í nokkuð víðtækum skilningi“. Um leið og kæran var lögð fram sendi almannatengill sem starfað hefur fyrir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumann Zuism, Vísi afrit af kvörtun undan lögfræðingi hjá sýslumannsembættinu sem félagið var sagt hafa sent dómsmálaráðuneytinu. Leynd hefur ríkt yfir trúfélaginu Zuism og fjármálum þess undanfarin ár. Það var skráð trúfélag árið 2013. Stofnendurnir voru þeir Einar og Ágúst Arnar Ágústsson og Ólafur Helgi Þorgrímsson. Bræðurnir hafa verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna umdeildra safnana á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni. Einar var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í fyrra fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum. Ólafur Helgi var nýlega dæmdur fyrir stórfelld skattsvik í tengslum við rekstur ferðaþjónustufyrirtækisins Ævintýrareisna. Félagið hefur lofað safnaðarmeðlimum endurgreiðslum á sóknargjöldum undanfarin ár. Ágúst Arnar hefur aftur á móti aldrei viljað upplýsa um hversu margir hafa fengið sóknargjöldin endurgreidd eða hversu hátt hlutfall sóknargjalda sem félagið fær frá ríkinu hafi verið greitt til félagsmanna. Zuism hefur fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda frá ríkinu. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um hvernig þeim fjármunum hefur verið varið. Í ársskýrslu sem Zuism skilaði sýslumanni fyrir árið 2017 kom fram að félagið hefði tapað átta milljónum króna. Þar voru skráðar 35,6 milljónir króna í gjöld undir „óvenjulegum liðum“. Zuism Tengdar fréttir Ráðherra telur tilefni til að endurskoða lög um trúfélög Ríkislögreglustjóri telur hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög séu misnotkuð í þágu brotastarfsemi. Dómsmálaráðherra segir koma til greina að endurskoða lög um þau, herða kröfur og viðurlög. 30. apríl 2019 14:16 Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Ólafur Helgi Þorgrímsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanframtelja hundruð milljóna króna í rekstri ferðaskrifstofu hans. Hann þarf einnig að greiða 143 milljóna króna sekt eða sæta tæplega árs fangelsi ella. 26. júní 2019 08:40 Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00 Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47 Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fyrsta fyrirtaka í máli trúfélagsins Zuism gegn íslenska ríkinu vegna sóknargjalda sem ríkið hefur haldið eftir frá áramótum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sóknargjöldunum hefur verið haldið eftir vegna vafa um að trúfélagið uppfylli skilyrði laga um slík félög. Aðstandendur Zuism stefndu íslenska ríkinu í apríl vegna sóknargjaldanna sem námu þá tæpum fjórum og hálfri milljón króna. Fulltrúi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum, sagði Vísi þá að vafi léki á því hvort að félagið uppfyllti skilyrði laga „í nokkuð víðtækum skilningi“. Um leið og kæran var lögð fram sendi almannatengill sem starfað hefur fyrir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumann Zuism, Vísi afrit af kvörtun undan lögfræðingi hjá sýslumannsembættinu sem félagið var sagt hafa sent dómsmálaráðuneytinu. Leynd hefur ríkt yfir trúfélaginu Zuism og fjármálum þess undanfarin ár. Það var skráð trúfélag árið 2013. Stofnendurnir voru þeir Einar og Ágúst Arnar Ágústsson og Ólafur Helgi Þorgrímsson. Bræðurnir hafa verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna umdeildra safnana á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni. Einar var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í fyrra fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum. Ólafur Helgi var nýlega dæmdur fyrir stórfelld skattsvik í tengslum við rekstur ferðaþjónustufyrirtækisins Ævintýrareisna. Félagið hefur lofað safnaðarmeðlimum endurgreiðslum á sóknargjöldum undanfarin ár. Ágúst Arnar hefur aftur á móti aldrei viljað upplýsa um hversu margir hafa fengið sóknargjöldin endurgreidd eða hversu hátt hlutfall sóknargjalda sem félagið fær frá ríkinu hafi verið greitt til félagsmanna. Zuism hefur fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda frá ríkinu. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um hvernig þeim fjármunum hefur verið varið. Í ársskýrslu sem Zuism skilaði sýslumanni fyrir árið 2017 kom fram að félagið hefði tapað átta milljónum króna. Þar voru skráðar 35,6 milljónir króna í gjöld undir „óvenjulegum liðum“.
Zuism Tengdar fréttir Ráðherra telur tilefni til að endurskoða lög um trúfélög Ríkislögreglustjóri telur hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög séu misnotkuð í þágu brotastarfsemi. Dómsmálaráðherra segir koma til greina að endurskoða lög um þau, herða kröfur og viðurlög. 30. apríl 2019 14:16 Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Ólafur Helgi Þorgrímsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanframtelja hundruð milljóna króna í rekstri ferðaskrifstofu hans. Hann þarf einnig að greiða 143 milljóna króna sekt eða sæta tæplega árs fangelsi ella. 26. júní 2019 08:40 Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00 Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47 Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ráðherra telur tilefni til að endurskoða lög um trúfélög Ríkislögreglustjóri telur hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög séu misnotkuð í þágu brotastarfsemi. Dómsmálaráðherra segir koma til greina að endurskoða lög um þau, herða kröfur og viðurlög. 30. apríl 2019 14:16
Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Ólafur Helgi Þorgrímsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanframtelja hundruð milljóna króna í rekstri ferðaskrifstofu hans. Hann þarf einnig að greiða 143 milljóna króna sekt eða sæta tæplega árs fangelsi ella. 26. júní 2019 08:40
Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00
Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47
Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00