Minnihluti borgarráðs ósammála áformum um gróðurhvelfingu við Stekkjarbakka Gígja Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2019 21:45 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tókust á um málið á Facebook. Vísir Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað. Á borgarráðsfundi í dag var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs frá 26. júní á tillögu að deiliskipulagi um fyrirhugaða uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bentu á athugasemdir Umhverifsstofnunar frá 4. mars 2019. Þar er meðal annars talið að fyrirhuguð uppbyggingu gangi á svæðið, skerði útivistarsvæði almennings og þrengi að vatnasviði. Þá segir Umhverifsstofnun að „stór hluti dalsins muni lokast ef og ekki vera aðgengilegur fyrir almenning af áætlaðar framkvæmdir ganga eftir. Einnig muni áætlaðar framkvæmdir breyta upplifun þeirra sem sækja útivist í dalinn“. Þá lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. Áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku í sama streng og leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu.Sjálfstæðismenn „sorgmæddir vegna áformanna“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hún fyrirhugaða gróðurhveflingu við Stekkjarbakka vera alvarlega aðför að verðmætu grænu svæði í borgarlandinu. „Umhverfisstofnun hefur gert fjölþættar alvarlegar athugasemdir við uppbygginguna - m.a. að rask verði á vatnasviði Elliðaánna og útivistarsvæðið skert verulega. Athugasemdunum hefur ekki verið svarað og borgin ekki fundað með stofnuninni. Umhverfisáhrif framkvæmdanna skiptu meirihlutaflokkana engu,“ skrifar Hildur. Þá segir hún þau hjá Sjálfstæðisflokknum vera „verulega sorgmædd vegna áformanna enda höfum við ítrekað lagt til friðlýsingu Elliðaárdalsins“. Dagur: „Rangt að skipulag við Stekkjarbakka gangi á Elliðaárdalinn“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svaraði Hildi á Facebook-síðu sinni og sagði svæðið við Stekkjarbakka vera utan afmörkunar Elliðaárdalsins í aðalskipulagi borgarinnar. Hann segir svæðið nú vera deiliskipulagt fyrir „græna starfsemi og m.a. gert ráð fyrir matjurtagörðum og annarri aðstöðu á vegum Garðyrkjufélags Íslands, nýstárlegum gróðurhúsum (lífhvelfingu) sem verða að stórum hluta niðurgrafin og tengingu stígakerfis af svæðinu ofan í dal, en Elliðaárdalur hefur verið ill-aðgengilegur úr þessari átt hingað til,“ skrifa Dagur. Hollvinasamtök Elliðaárdals leggjast gegn uppbyggingunni Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdals sagði í samtali við Morgunblaðið í dag, að hann væri undrandi yfir því að málið eigi að drífa í gegn meðan sumarfrí standi yfir í borgarstjórn. Hollvinasamtökin hafi í hyggju að kæra ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs til Skipulagsstofnunar. Það standi til að fara í undirskriftasöfnun til að kalla fram íbúakosningu um málið. Halldór segir fólk vilja hafa útivistarsvæðið áfram. Svæðið sem gróðurhvelfingin kemur til með að rísa á.Skjáskot/Reykjavíkurborg Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Í dag samþykkti meirihluti borgarráðs uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka sunnan við Elliðaárdalinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að málinu yrði frestað. Á borgarráðsfundi í dag var lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs frá 26. júní á tillögu að deiliskipulagi um fyrirhugaða uppbyggingu gróðurhvelfinga við Stekkjarbakka. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bentu á athugasemdir Umhverifsstofnunar frá 4. mars 2019. Þar er meðal annars talið að fyrirhuguð uppbyggingu gangi á svæðið, skerði útivistarsvæði almennings og þrengi að vatnasviði. Þá segir Umhverifsstofnun að „stór hluti dalsins muni lokast ef og ekki vera aðgengilegur fyrir almenning af áætlaðar framkvæmdir ganga eftir. Einnig muni áætlaðar framkvæmdir breyta upplifun þeirra sem sækja útivist í dalinn“. Þá lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að málinu yrði frestað svo unnt væri að taka það til umfjöllunar í borgarstjórn og var sú tillaga felld. Áheyrnarfulltrúar Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins tóku í sama streng og leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu.Sjálfstæðismenn „sorgmæddir vegna áformanna“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hún fyrirhugaða gróðurhveflingu við Stekkjarbakka vera alvarlega aðför að verðmætu grænu svæði í borgarlandinu. „Umhverfisstofnun hefur gert fjölþættar alvarlegar athugasemdir við uppbygginguna - m.a. að rask verði á vatnasviði Elliðaánna og útivistarsvæðið skert verulega. Athugasemdunum hefur ekki verið svarað og borgin ekki fundað með stofnuninni. Umhverfisáhrif framkvæmdanna skiptu meirihlutaflokkana engu,“ skrifar Hildur. Þá segir hún þau hjá Sjálfstæðisflokknum vera „verulega sorgmædd vegna áformanna enda höfum við ítrekað lagt til friðlýsingu Elliðaárdalsins“. Dagur: „Rangt að skipulag við Stekkjarbakka gangi á Elliðaárdalinn“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svaraði Hildi á Facebook-síðu sinni og sagði svæðið við Stekkjarbakka vera utan afmörkunar Elliðaárdalsins í aðalskipulagi borgarinnar. Hann segir svæðið nú vera deiliskipulagt fyrir „græna starfsemi og m.a. gert ráð fyrir matjurtagörðum og annarri aðstöðu á vegum Garðyrkjufélags Íslands, nýstárlegum gróðurhúsum (lífhvelfingu) sem verða að stórum hluta niðurgrafin og tengingu stígakerfis af svæðinu ofan í dal, en Elliðaárdalur hefur verið ill-aðgengilegur úr þessari átt hingað til,“ skrifa Dagur. Hollvinasamtök Elliðaárdals leggjast gegn uppbyggingunni Halldór Páll Gíslason formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdals sagði í samtali við Morgunblaðið í dag, að hann væri undrandi yfir því að málið eigi að drífa í gegn meðan sumarfrí standi yfir í borgarstjórn. Hollvinasamtökin hafi í hyggju að kæra ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs til Skipulagsstofnunar. Það standi til að fara í undirskriftasöfnun til að kalla fram íbúakosningu um málið. Halldór segir fólk vilja hafa útivistarsvæðið áfram. Svæðið sem gróðurhvelfingin kemur til með að rísa á.Skjáskot/Reykjavíkurborg
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira