Framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur vill sjá breytingar á skotvopnalöggjöf Eiður Þór Árnason skrifar 5. júlí 2019 14:15 Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur, vill að Íslendingar taki sér Norðmenn og Þjóðverja til fyrirmyndar. Fréttablaðið/Gunnar - Fréttablaðið/Arnþór Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur, hefur séð klára aukningu á þeim fjölda fólks sem sækist eftir því að eignast skammbyssur á undanförnum árum. Svipuð þróun hefur sést í öðrum skotfélögum. Samkvæmt lögum er eitt af skilyrðunum fyrir því að einstaklingur eignist skammbyssu það að sýnt sé fram á að hann hafi verið meðlimur í skotfélagi í minnst tvö ár og hafi þar stundað skotæfingar. Vinsældir skammbyssuskotfimi hafa aukist á undanförnum árum.Rætt var við Guðmund um málið í Mannlífi í dag, en í samtali við Vísir segist hann ekki kunna frekari skýringar á þessari aukningu fyrir utan þá staðreynd að skammbyssur séu ódýrari en önnur stærri skotvopn á borð við riffla og haglabyssur. Hann segir þróunina þar vera jafnari og ekki sé eins mikil ásókn í slík vopn, samanborið við skammbyssueign. Aðspurður um það hvort hann telji skotvopnalöggjöf hér á landi vera fullnægjandi svarar hann því að hann sé þeirrar skoðunar að þörf sé á frekari eftirfylgni með skotvopnaeign. „Ég er nú á móti öllum höftum, en þetta eru þannig tæki að allavega mér er ekki sama hvar þau liggja. Þannig að það mætti nú kannski alveg fylgja þessu eftir.“ Hér á landi sé ekki gerð nein krafa til skotvopnaeigenda um að þeim beri að vera áfram í skotfélagi og sinna æfingum eftir að þeir fái leyfi til kaupa á skotvopnum. Með breytingu þar á væri mögulega hægt að stuðla að hugarfarsbreytingu hjá óvirkari skotvopnaeigendum: „Þegar menn eru komnir með þetta í hendurnar þá sé litið svo á að það þurfi að nýta þetta. Þeir þurfi að mæta í klúbbana reglulega, sýna sig og að þeir séu sannarlega að nýta sér þessi tæki.“ „Þetta sé ekki bara til þess að eignast þau og strjúka þeim og horfa á sig í spegli kannski, eða eitthvað slíkt,“ segir hann í gamansömum tón. Guðmundur segir slíka skyldu til að mynda vera fyrir hendi í Noregi og Þýskalandi, þar sem stíf mætingarskylda er sett á skotvopnaeigendur. Hann hefði viljað sjá löggjafann fara í sömu átt hér á landi. Í því sambandi nefnir hann að hægt væri að virkja skotíþróttafélögin frekar þegar kemur að eftirfylgni og utanumhaldi skotvopnaeignar hér á landi.Vísir hefur sent fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra og óskað eftir upplýsingum um nýskráningu skotvopna. Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur, hefur séð klára aukningu á þeim fjölda fólks sem sækist eftir því að eignast skammbyssur á undanförnum árum. Svipuð þróun hefur sést í öðrum skotfélögum. Samkvæmt lögum er eitt af skilyrðunum fyrir því að einstaklingur eignist skammbyssu það að sýnt sé fram á að hann hafi verið meðlimur í skotfélagi í minnst tvö ár og hafi þar stundað skotæfingar. Vinsældir skammbyssuskotfimi hafa aukist á undanförnum árum.Rætt var við Guðmund um málið í Mannlífi í dag, en í samtali við Vísir segist hann ekki kunna frekari skýringar á þessari aukningu fyrir utan þá staðreynd að skammbyssur séu ódýrari en önnur stærri skotvopn á borð við riffla og haglabyssur. Hann segir þróunina þar vera jafnari og ekki sé eins mikil ásókn í slík vopn, samanborið við skammbyssueign. Aðspurður um það hvort hann telji skotvopnalöggjöf hér á landi vera fullnægjandi svarar hann því að hann sé þeirrar skoðunar að þörf sé á frekari eftirfylgni með skotvopnaeign. „Ég er nú á móti öllum höftum, en þetta eru þannig tæki að allavega mér er ekki sama hvar þau liggja. Þannig að það mætti nú kannski alveg fylgja þessu eftir.“ Hér á landi sé ekki gerð nein krafa til skotvopnaeigenda um að þeim beri að vera áfram í skotfélagi og sinna æfingum eftir að þeir fái leyfi til kaupa á skotvopnum. Með breytingu þar á væri mögulega hægt að stuðla að hugarfarsbreytingu hjá óvirkari skotvopnaeigendum: „Þegar menn eru komnir með þetta í hendurnar þá sé litið svo á að það þurfi að nýta þetta. Þeir þurfi að mæta í klúbbana reglulega, sýna sig og að þeir séu sannarlega að nýta sér þessi tæki.“ „Þetta sé ekki bara til þess að eignast þau og strjúka þeim og horfa á sig í spegli kannski, eða eitthvað slíkt,“ segir hann í gamansömum tón. Guðmundur segir slíka skyldu til að mynda vera fyrir hendi í Noregi og Þýskalandi, þar sem stíf mætingarskylda er sett á skotvopnaeigendur. Hann hefði viljað sjá löggjafann fara í sömu átt hér á landi. Í því sambandi nefnir hann að hægt væri að virkja skotíþróttafélögin frekar þegar kemur að eftirfylgni og utanumhaldi skotvopnaeignar hér á landi.Vísir hefur sent fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra og óskað eftir upplýsingum um nýskráningu skotvopna.
Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira