Framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur vill sjá breytingar á skotvopnalöggjöf Eiður Þór Árnason skrifar 5. júlí 2019 14:15 Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur, vill að Íslendingar taki sér Norðmenn og Þjóðverja til fyrirmyndar. Fréttablaðið/Gunnar - Fréttablaðið/Arnþór Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur, hefur séð klára aukningu á þeim fjölda fólks sem sækist eftir því að eignast skammbyssur á undanförnum árum. Svipuð þróun hefur sést í öðrum skotfélögum. Samkvæmt lögum er eitt af skilyrðunum fyrir því að einstaklingur eignist skammbyssu það að sýnt sé fram á að hann hafi verið meðlimur í skotfélagi í minnst tvö ár og hafi þar stundað skotæfingar. Vinsældir skammbyssuskotfimi hafa aukist á undanförnum árum.Rætt var við Guðmund um málið í Mannlífi í dag, en í samtali við Vísir segist hann ekki kunna frekari skýringar á þessari aukningu fyrir utan þá staðreynd að skammbyssur séu ódýrari en önnur stærri skotvopn á borð við riffla og haglabyssur. Hann segir þróunina þar vera jafnari og ekki sé eins mikil ásókn í slík vopn, samanborið við skammbyssueign. Aðspurður um það hvort hann telji skotvopnalöggjöf hér á landi vera fullnægjandi svarar hann því að hann sé þeirrar skoðunar að þörf sé á frekari eftirfylgni með skotvopnaeign. „Ég er nú á móti öllum höftum, en þetta eru þannig tæki að allavega mér er ekki sama hvar þau liggja. Þannig að það mætti nú kannski alveg fylgja þessu eftir.“ Hér á landi sé ekki gerð nein krafa til skotvopnaeigenda um að þeim beri að vera áfram í skotfélagi og sinna æfingum eftir að þeir fái leyfi til kaupa á skotvopnum. Með breytingu þar á væri mögulega hægt að stuðla að hugarfarsbreytingu hjá óvirkari skotvopnaeigendum: „Þegar menn eru komnir með þetta í hendurnar þá sé litið svo á að það þurfi að nýta þetta. Þeir þurfi að mæta í klúbbana reglulega, sýna sig og að þeir séu sannarlega að nýta sér þessi tæki.“ „Þetta sé ekki bara til þess að eignast þau og strjúka þeim og horfa á sig í spegli kannski, eða eitthvað slíkt,“ segir hann í gamansömum tón. Guðmundur segir slíka skyldu til að mynda vera fyrir hendi í Noregi og Þýskalandi, þar sem stíf mætingarskylda er sett á skotvopnaeigendur. Hann hefði viljað sjá löggjafann fara í sömu átt hér á landi. Í því sambandi nefnir hann að hægt væri að virkja skotíþróttafélögin frekar þegar kemur að eftirfylgni og utanumhaldi skotvopnaeignar hér á landi.Vísir hefur sent fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra og óskað eftir upplýsingum um nýskráningu skotvopna. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur, hefur séð klára aukningu á þeim fjölda fólks sem sækist eftir því að eignast skammbyssur á undanförnum árum. Svipuð þróun hefur sést í öðrum skotfélögum. Samkvæmt lögum er eitt af skilyrðunum fyrir því að einstaklingur eignist skammbyssu það að sýnt sé fram á að hann hafi verið meðlimur í skotfélagi í minnst tvö ár og hafi þar stundað skotæfingar. Vinsældir skammbyssuskotfimi hafa aukist á undanförnum árum.Rætt var við Guðmund um málið í Mannlífi í dag, en í samtali við Vísir segist hann ekki kunna frekari skýringar á þessari aukningu fyrir utan þá staðreynd að skammbyssur séu ódýrari en önnur stærri skotvopn á borð við riffla og haglabyssur. Hann segir þróunina þar vera jafnari og ekki sé eins mikil ásókn í slík vopn, samanborið við skammbyssueign. Aðspurður um það hvort hann telji skotvopnalöggjöf hér á landi vera fullnægjandi svarar hann því að hann sé þeirrar skoðunar að þörf sé á frekari eftirfylgni með skotvopnaeign. „Ég er nú á móti öllum höftum, en þetta eru þannig tæki að allavega mér er ekki sama hvar þau liggja. Þannig að það mætti nú kannski alveg fylgja þessu eftir.“ Hér á landi sé ekki gerð nein krafa til skotvopnaeigenda um að þeim beri að vera áfram í skotfélagi og sinna æfingum eftir að þeir fái leyfi til kaupa á skotvopnum. Með breytingu þar á væri mögulega hægt að stuðla að hugarfarsbreytingu hjá óvirkari skotvopnaeigendum: „Þegar menn eru komnir með þetta í hendurnar þá sé litið svo á að það þurfi að nýta þetta. Þeir þurfi að mæta í klúbbana reglulega, sýna sig og að þeir séu sannarlega að nýta sér þessi tæki.“ „Þetta sé ekki bara til þess að eignast þau og strjúka þeim og horfa á sig í spegli kannski, eða eitthvað slíkt,“ segir hann í gamansömum tón. Guðmundur segir slíka skyldu til að mynda vera fyrir hendi í Noregi og Þýskalandi, þar sem stíf mætingarskylda er sett á skotvopnaeigendur. Hann hefði viljað sjá löggjafann fara í sömu átt hér á landi. Í því sambandi nefnir hann að hægt væri að virkja skotíþróttafélögin frekar þegar kemur að eftirfylgni og utanumhaldi skotvopnaeignar hér á landi.Vísir hefur sent fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra og óskað eftir upplýsingum um nýskráningu skotvopna.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira