Sýknaður þótt niðurbrotsefni fyndust í þvagi Jakob Bjarnar skrifar 5. júlí 2019 13:25 Gísli Tryggvason lögmaður er harla ánægður með nýfallinn dóm og segir hann til marks um tímamót. Fréttablaðið/Anton Brink Í vikunni féll dómur þar sem maður nokkur var sýknaður af ákæru um að hafa verið undir áhrifum við akstur ökutækis. Reyndar fleiri en einn. Gísli Tryggvason lögmaður segir að um tímamótadóma sé að ræða en hann metur það svo að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum niðurbrotsefna í þvagi. Sem stenst enga skoðun. „Ég, eins og fleiri verjendur, hef reynt að verja menn gegn ásökunum um að keyra bíl undir áhrifum á þessum forsendum. Algengast hjá mínum skjólstæðingum er að um sé að ræða niðurbrotsefni kannabis í þvagi. Ákæra og gögn sýna kannabis í blóði, virk efni eða svokölluð niðurbrotsefni í þvagi. Sem eru þá oft bara restar sem menn neyttu fyrir einhverjum dögum eða jafnvel vikum,“ segir Gísli til útskýringar.Lög sem stangast á við vísindalegar staðreyndir Lögmaðurinn segir að vísindalega liggi það fyrir að menn séu ekkert undir áhrifum þó niðurbrotsefni finnist í þvagi. Hann segir að árið 2006 hafi verið gerð breyting á umferðarlögum, þess efnis að menn teldust vera undir áhrifum ef efni fyndust annað hvort í blóði eða þvagi. „Þarna voru sett lög sem stönguðust á við vísindalegar staðreyndir,“ segir Gísli. En allar götur síðan, á þessum þrettán árum frá því lögin voru sett, hafa verjendur reynt að fá þessu hnekkt án árangurs. „Þarna var löggjafinn að setja reglu sem jafngildir því að allt sem er gult teldist vera ostur. Þó það sé ekki ostur samkvæmt mjólkurfræðingum,“ segir Gísli sem reyndi að nota þessa líkingu við dómara sem var þá ekki móttækilegur fyrir þessari röksemdafærslu. Nú refsilaust finnist merki um ávana- og fíkniefni í þvagi Gísli segir að algengt hafi verið að menn hafi losnað við sviptingu ökuréttinda, sem voru í þessari stöðu, en þeir hafi fengið sektir. Nú sé þessu óréttlæti lokið, þessu misræmi milli laga og vísinda. Lagabreyting hefur verið gerð, þegar Alþingi samþykkti ný umferðarlög 11. júní síðastliðinn og samkvæmt þeim er mönnum refsilaust þótt merki um ávana– og fíkniefni finnist í þvagi þeirra. Þetta má sjá í dómi sem Gísli hefur nú undir höndum.Úr dómsorði. Gísli segir að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum laga sem stangast á við vísindlegar staðreyndir.Gísli segir flesta sammála um að refsa beri þeim sem að sönnu eru undir áhrifum þegar þeir eru að stýra ökutæki. En, illu heilli hafi þessi regla verið sett inn á sínum tíma til að einfalda sönnun. Lögmenn hafa vísað til nýrra umferðarlaga og sækjendur þá bent á að lögin hafi ekki tekið gildi þegar hið meinta brot var framið en Gísli benti þá á að mat löggjafans hafi breyst á ætluðum verknaði og sekt og því beri að meta þetta afturvirk. Refsilög eru afturvirk þegar þau eru ívilnandi. Gísli fagnar þessu en hann metur það svo, spurður, að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á þessum vafasömu forsendum. „Og sjálfsagt miklu fleiri sem hafa gengist undir sektargerðir. Fæstir taka til varna nemaþegar þeir sjá einhvern möguleika á slíku, þá að vörnin gangi upp miðað við fordæmi. Á mínum stutta ferli sem sakamálalögmaður hef ég verið með mörg svona mál á minni könnu. Þannig að þau hljóta að skipta hundruðum.“ Dómsmál Kannabis Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Í vikunni féll dómur þar sem maður nokkur var sýknaður af ákæru um að hafa verið undir áhrifum við akstur ökutækis. Reyndar fleiri en einn. Gísli Tryggvason lögmaður segir að um tímamótadóma sé að ræða en hann metur það svo að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum niðurbrotsefna í þvagi. Sem stenst enga skoðun. „Ég, eins og fleiri verjendur, hef reynt að verja menn gegn ásökunum um að keyra bíl undir áhrifum á þessum forsendum. Algengast hjá mínum skjólstæðingum er að um sé að ræða niðurbrotsefni kannabis í þvagi. Ákæra og gögn sýna kannabis í blóði, virk efni eða svokölluð niðurbrotsefni í þvagi. Sem eru þá oft bara restar sem menn neyttu fyrir einhverjum dögum eða jafnvel vikum,“ segir Gísli til útskýringar.Lög sem stangast á við vísindalegar staðreyndir Lögmaðurinn segir að vísindalega liggi það fyrir að menn séu ekkert undir áhrifum þó niðurbrotsefni finnist í þvagi. Hann segir að árið 2006 hafi verið gerð breyting á umferðarlögum, þess efnis að menn teldust vera undir áhrifum ef efni fyndust annað hvort í blóði eða þvagi. „Þarna voru sett lög sem stönguðust á við vísindalegar staðreyndir,“ segir Gísli. En allar götur síðan, á þessum þrettán árum frá því lögin voru sett, hafa verjendur reynt að fá þessu hnekkt án árangurs. „Þarna var löggjafinn að setja reglu sem jafngildir því að allt sem er gult teldist vera ostur. Þó það sé ekki ostur samkvæmt mjólkurfræðingum,“ segir Gísli sem reyndi að nota þessa líkingu við dómara sem var þá ekki móttækilegur fyrir þessari röksemdafærslu. Nú refsilaust finnist merki um ávana- og fíkniefni í þvagi Gísli segir að algengt hafi verið að menn hafi losnað við sviptingu ökuréttinda, sem voru í þessari stöðu, en þeir hafi fengið sektir. Nú sé þessu óréttlæti lokið, þessu misræmi milli laga og vísinda. Lagabreyting hefur verið gerð, þegar Alþingi samþykkti ný umferðarlög 11. júní síðastliðinn og samkvæmt þeim er mönnum refsilaust þótt merki um ávana– og fíkniefni finnist í þvagi þeirra. Þetta má sjá í dómi sem Gísli hefur nú undir höndum.Úr dómsorði. Gísli segir að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum laga sem stangast á við vísindlegar staðreyndir.Gísli segir flesta sammála um að refsa beri þeim sem að sönnu eru undir áhrifum þegar þeir eru að stýra ökutæki. En, illu heilli hafi þessi regla verið sett inn á sínum tíma til að einfalda sönnun. Lögmenn hafa vísað til nýrra umferðarlaga og sækjendur þá bent á að lögin hafi ekki tekið gildi þegar hið meinta brot var framið en Gísli benti þá á að mat löggjafans hafi breyst á ætluðum verknaði og sekt og því beri að meta þetta afturvirk. Refsilög eru afturvirk þegar þau eru ívilnandi. Gísli fagnar þessu en hann metur það svo, spurður, að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á þessum vafasömu forsendum. „Og sjálfsagt miklu fleiri sem hafa gengist undir sektargerðir. Fæstir taka til varna nemaþegar þeir sjá einhvern möguleika á slíku, þá að vörnin gangi upp miðað við fordæmi. Á mínum stutta ferli sem sakamálalögmaður hef ég verið með mörg svona mál á minni könnu. Þannig að þau hljóta að skipta hundruðum.“
Dómsmál Kannabis Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent