Sýknaður þótt niðurbrotsefni fyndust í þvagi Jakob Bjarnar skrifar 5. júlí 2019 13:25 Gísli Tryggvason lögmaður er harla ánægður með nýfallinn dóm og segir hann til marks um tímamót. Fréttablaðið/Anton Brink Í vikunni féll dómur þar sem maður nokkur var sýknaður af ákæru um að hafa verið undir áhrifum við akstur ökutækis. Reyndar fleiri en einn. Gísli Tryggvason lögmaður segir að um tímamótadóma sé að ræða en hann metur það svo að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum niðurbrotsefna í þvagi. Sem stenst enga skoðun. „Ég, eins og fleiri verjendur, hef reynt að verja menn gegn ásökunum um að keyra bíl undir áhrifum á þessum forsendum. Algengast hjá mínum skjólstæðingum er að um sé að ræða niðurbrotsefni kannabis í þvagi. Ákæra og gögn sýna kannabis í blóði, virk efni eða svokölluð niðurbrotsefni í þvagi. Sem eru þá oft bara restar sem menn neyttu fyrir einhverjum dögum eða jafnvel vikum,“ segir Gísli til útskýringar.Lög sem stangast á við vísindalegar staðreyndir Lögmaðurinn segir að vísindalega liggi það fyrir að menn séu ekkert undir áhrifum þó niðurbrotsefni finnist í þvagi. Hann segir að árið 2006 hafi verið gerð breyting á umferðarlögum, þess efnis að menn teldust vera undir áhrifum ef efni fyndust annað hvort í blóði eða þvagi. „Þarna voru sett lög sem stönguðust á við vísindalegar staðreyndir,“ segir Gísli. En allar götur síðan, á þessum þrettán árum frá því lögin voru sett, hafa verjendur reynt að fá þessu hnekkt án árangurs. „Þarna var löggjafinn að setja reglu sem jafngildir því að allt sem er gult teldist vera ostur. Þó það sé ekki ostur samkvæmt mjólkurfræðingum,“ segir Gísli sem reyndi að nota þessa líkingu við dómara sem var þá ekki móttækilegur fyrir þessari röksemdafærslu. Nú refsilaust finnist merki um ávana- og fíkniefni í þvagi Gísli segir að algengt hafi verið að menn hafi losnað við sviptingu ökuréttinda, sem voru í þessari stöðu, en þeir hafi fengið sektir. Nú sé þessu óréttlæti lokið, þessu misræmi milli laga og vísinda. Lagabreyting hefur verið gerð, þegar Alþingi samþykkti ný umferðarlög 11. júní síðastliðinn og samkvæmt þeim er mönnum refsilaust þótt merki um ávana– og fíkniefni finnist í þvagi þeirra. Þetta má sjá í dómi sem Gísli hefur nú undir höndum.Úr dómsorði. Gísli segir að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum laga sem stangast á við vísindlegar staðreyndir.Gísli segir flesta sammála um að refsa beri þeim sem að sönnu eru undir áhrifum þegar þeir eru að stýra ökutæki. En, illu heilli hafi þessi regla verið sett inn á sínum tíma til að einfalda sönnun. Lögmenn hafa vísað til nýrra umferðarlaga og sækjendur þá bent á að lögin hafi ekki tekið gildi þegar hið meinta brot var framið en Gísli benti þá á að mat löggjafans hafi breyst á ætluðum verknaði og sekt og því beri að meta þetta afturvirk. Refsilög eru afturvirk þegar þau eru ívilnandi. Gísli fagnar þessu en hann metur það svo, spurður, að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á þessum vafasömu forsendum. „Og sjálfsagt miklu fleiri sem hafa gengist undir sektargerðir. Fæstir taka til varna nemaþegar þeir sjá einhvern möguleika á slíku, þá að vörnin gangi upp miðað við fordæmi. Á mínum stutta ferli sem sakamálalögmaður hef ég verið með mörg svona mál á minni könnu. Þannig að þau hljóta að skipta hundruðum.“ Dómsmál Kannabis Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira
Í vikunni féll dómur þar sem maður nokkur var sýknaður af ákæru um að hafa verið undir áhrifum við akstur ökutækis. Reyndar fleiri en einn. Gísli Tryggvason lögmaður segir að um tímamótadóma sé að ræða en hann metur það svo að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum niðurbrotsefna í þvagi. Sem stenst enga skoðun. „Ég, eins og fleiri verjendur, hef reynt að verja menn gegn ásökunum um að keyra bíl undir áhrifum á þessum forsendum. Algengast hjá mínum skjólstæðingum er að um sé að ræða niðurbrotsefni kannabis í þvagi. Ákæra og gögn sýna kannabis í blóði, virk efni eða svokölluð niðurbrotsefni í þvagi. Sem eru þá oft bara restar sem menn neyttu fyrir einhverjum dögum eða jafnvel vikum,“ segir Gísli til útskýringar.Lög sem stangast á við vísindalegar staðreyndir Lögmaðurinn segir að vísindalega liggi það fyrir að menn séu ekkert undir áhrifum þó niðurbrotsefni finnist í þvagi. Hann segir að árið 2006 hafi verið gerð breyting á umferðarlögum, þess efnis að menn teldust vera undir áhrifum ef efni fyndust annað hvort í blóði eða þvagi. „Þarna voru sett lög sem stönguðust á við vísindalegar staðreyndir,“ segir Gísli. En allar götur síðan, á þessum þrettán árum frá því lögin voru sett, hafa verjendur reynt að fá þessu hnekkt án árangurs. „Þarna var löggjafinn að setja reglu sem jafngildir því að allt sem er gult teldist vera ostur. Þó það sé ekki ostur samkvæmt mjólkurfræðingum,“ segir Gísli sem reyndi að nota þessa líkingu við dómara sem var þá ekki móttækilegur fyrir þessari röksemdafærslu. Nú refsilaust finnist merki um ávana- og fíkniefni í þvagi Gísli segir að algengt hafi verið að menn hafi losnað við sviptingu ökuréttinda, sem voru í þessari stöðu, en þeir hafi fengið sektir. Nú sé þessu óréttlæti lokið, þessu misræmi milli laga og vísinda. Lagabreyting hefur verið gerð, þegar Alþingi samþykkti ný umferðarlög 11. júní síðastliðinn og samkvæmt þeim er mönnum refsilaust þótt merki um ávana– og fíkniefni finnist í þvagi þeirra. Þetta má sjá í dómi sem Gísli hefur nú undir höndum.Úr dómsorði. Gísli segir að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum laga sem stangast á við vísindlegar staðreyndir.Gísli segir flesta sammála um að refsa beri þeim sem að sönnu eru undir áhrifum þegar þeir eru að stýra ökutæki. En, illu heilli hafi þessi regla verið sett inn á sínum tíma til að einfalda sönnun. Lögmenn hafa vísað til nýrra umferðarlaga og sækjendur þá bent á að lögin hafi ekki tekið gildi þegar hið meinta brot var framið en Gísli benti þá á að mat löggjafans hafi breyst á ætluðum verknaði og sekt og því beri að meta þetta afturvirk. Refsilög eru afturvirk þegar þau eru ívilnandi. Gísli fagnar þessu en hann metur það svo, spurður, að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á þessum vafasömu forsendum. „Og sjálfsagt miklu fleiri sem hafa gengist undir sektargerðir. Fæstir taka til varna nemaþegar þeir sjá einhvern möguleika á slíku, þá að vörnin gangi upp miðað við fordæmi. Á mínum stutta ferli sem sakamálalögmaður hef ég verið með mörg svona mál á minni könnu. Þannig að þau hljóta að skipta hundruðum.“
Dómsmál Kannabis Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira