Lífið

Disney barnastjarnan Cameron Boyce látin tvítug að aldri

Andri Eysteinsson skrifar
Cameron Boyce var fæddur árið 1999.
Cameron Boyce var fæddur árið 1999. Getty/Tommaso Boddi
Bandaríski leikarinn Cameron Boyce, sem lék til að mynda í Disney Channel myndunum Descendants og í þáttunum Jessie ásamt því að leika eitt barna Adam Sandler í Grown Ups myndunum, er látinn 20 ára að aldri.Boyce fjölskyldan greindi ABC frá fregnunum í gær. Í yfirlýsingu fjölskyldunnar segir að Boyce hafi um tíma glímt við veikindi.Cameron hóf leiklistarferil sinn níu ára gamall í hryllingsmyndinni Mirrors sem einnig skartaði Kiefer Sutherland og Paulu Patton.Boyce hafði verið annt um góðgerðarmál undanfarin ár og hafði unnið að því að safna fé til byggingar á brunnum í afríkuríkinu Esvatíni og vann með fyrrum varaforseta Bandaríkjanna Joe Biden að góðgerðastarfi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.