Lífið

Disney barnastjarnan Cameron Boyce látin tvítug að aldri

Andri Eysteinsson skrifar
Cameron Boyce var fæddur árið 1999.
Cameron Boyce var fæddur árið 1999. Getty/Tommaso Boddi

Bandaríski leikarinn Cameron Boyce, sem lék til að mynda í Disney Channel myndunum Descendants og í þáttunum Jessie ásamt því að leika eitt barna Adam Sandler í Grown Ups myndunum, er látinn 20 ára að aldri.

Boyce fjölskyldan greindi ABC frá fregnunum í gær. Í yfirlýsingu fjölskyldunnar segir að Boyce hafi um tíma glímt við veikindi.

Cameron hóf leiklistarferil sinn níu ára gamall í hryllingsmyndinni Mirrors sem einnig skartaði Kiefer Sutherland og Paulu Patton.

Boyce hafði verið annt um góðgerðarmál undanfarin ár og hafði unnið að því að safna fé til byggingar á brunnum í afríkuríkinu Esvatíni og vann með fyrrum varaforseta Bandaríkjanna Joe Biden að góðgerðastarfi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.