Innlent

Sjáðu þegar ný þyrla gæslunnar lenti í Reykjavík

Andri Eysteinsson skrifar
TF-GRO er af gerðinni Airbus H225
TF-GRO er af gerðinni Airbus H225 Mynd/Landhelgisgæslan

Landhelgisgæslan tekur brátt í notkun aðra Airbus H225 þyrlu en nýja þyrlan, sem hlotið hefur nafnið TF-GRO lenti í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Hin þyrlan af sömu gerð er TF-EIR sem kom til landsins í mars og fór í sitt fyrsta útkall fyrir tæpum mánuði.

Landhelgisgæslan tekur brátt í notkun aðra Airbus H225 þyrlu en nýja þyrlan, sem hlotið hefur nafnið TF-GRO lenti í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Hin þyrlan af sömu gerð er TF-EIR sem kom til landsins í mars og fór í sitt fyrsta útkall fyrir tæpum mánuði.

Þyrlurnar eru báðar leiguþyrlur og segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar að þyrlurnar færi gæsluna fyrr inn í nútímann en ráðgert var. Þyrlurnar nýju sé stærri langdrægari, hraðfleygari og öflugri en þær sem notaðar hafa verið undanfarin ár.

Flogið var til Reykjavíkur frá Noregi með stoppum á Hjaltlandseyjum, Færeyjum og Höfn í Hornafirði áður en að lent var á Reykjavíkurflugvelli.

Áhöfn þyrlunnar á leiðinni skipuðu Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri, Andri Jóhannesson, flugmaður, og Jón Erlendsson, yfirflugvirki. TF-GRO verður formlega tekin í notkun síðar í mánuðinum.

Hér að neðan má sjá þegar TF-GRO lenti í Reykjavík í fyrsta sinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.