Sturtuferð og öryggisbelti hápunktar í eftirminnilegri Íslandsferð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2019 21:30 Kenísk fótboltabörn komu til Íslands í gær til að keppa á ReyCup fótboltamótinu. Börnin koma úr grunnskólanum Litla-Versló sem staðsettur er í Kenía en íslenskt góðgerðarfélag rekur skólann. Hér upplifa börnin hluti sem þeir hafa aldrei prufað áður eins og að setja á sig öryggisbelti. Bakgrunnur verkefnisins tengist skólastarfi í Kenía. En á síðustu 10 árum hafa hjónin og Hafnfirðingarnir Paul Rames og Rosmary Atien með hjálp góðra vina safnað fjármagni til að reka skólastarf í Keníu. Félagið rekur skóla sem kallast litli Versló, leikskóla og nú fótboltalið þar í landi. „Síðan kemur upp þessi hugmynd að leyfa einu liðinu að taka þátt í ReyCup á Íslandi. Skipuleggjendur mótsins ákváðu að bjóða liðinu til landsins endurgjaldslaust,“ sagði Gunnar Axel Axelsson, talsmaður góðgerðarfélagsins Tears Children and Youth Aid. Þá þurfti að fjármagna allan ferðakostnað og uppihald strákanna. Góðgerðarfélagið hafði tuttugu daga til að safna ríflega þremur milljónum og það tókst. Strákarnir ganga allir í grunnskólann Litla-Versló.PAUL RAMES Heimilisaðstæður strákanna í Kenía eru erfiðar. Flestir búi við mikla fátækt og eru nokkrir þeirra munaðarlausir. Fæstir strákanna hafa farið út fyrir þorpið sitt og enginn þeirra hefur farið erlendis áður. Eins og heyra má eru strákarnir gríðarlega þakklátir fyrir tækifærið. „Mér líður vel þegar ég sé Ísland. Við komum hingað til að spila fótbolta. Ég er spenntur yfir að vera á Íslandi. Ég er glaður. Ísland er gott land og þetta er góð borg. Þakka ykkur fyrir,“ sagði einn strákanna. Fótboltaliðið kom til landsins í gær og segir Gunnar að frá því að ferðalagið hófst hafi strákarnir upplifað heiminn á nýjan hátt „Bara það að fara í bílferð. Við þurftum að kenna þeim að nota öryggisbelti. Í morgun fengu þeir allir hver sinn fótbolta, en enginn þeirra hefur átt sinn fótbolta sjálfur,“ sagði Gunnar. Í gær fóru strákarnir í sundferð sem var hápunktur dagsins. „Ég í rauninni uppgötvaði ekki fyrr en við komum í fataklefann og fórum að gera okkur klára að þetta var í fyrsta skipti sem þeir fóru í sturtu. Það var risa stór upplifun fyrir þá og í rauninni hefðum við getað sleppt sundferðinni því sturtuferðin var svo merkileg. Það var algjörlega frábært augnablik þegar þeir hlupu og við horfðum á heilt Kenískt fótboltalið hlaupa inn í Suðurbæjarlaug og þeir hoppuðu allir ofan í laugina á sama tíma. Leikurinn í þeim og gleðin var alveg ótrúleg,“ sagði Gunnar Axel. Fótboltaliðið við komuna til ÍslandsAÐSEND MYND Íslandsvinir Kenía ReyCup Íþróttir barna Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Kenísk fótboltabörn komu til Íslands í gær til að keppa á ReyCup fótboltamótinu. Börnin koma úr grunnskólanum Litla-Versló sem staðsettur er í Kenía en íslenskt góðgerðarfélag rekur skólann. Hér upplifa börnin hluti sem þeir hafa aldrei prufað áður eins og að setja á sig öryggisbelti. Bakgrunnur verkefnisins tengist skólastarfi í Kenía. En á síðustu 10 árum hafa hjónin og Hafnfirðingarnir Paul Rames og Rosmary Atien með hjálp góðra vina safnað fjármagni til að reka skólastarf í Keníu. Félagið rekur skóla sem kallast litli Versló, leikskóla og nú fótboltalið þar í landi. „Síðan kemur upp þessi hugmynd að leyfa einu liðinu að taka þátt í ReyCup á Íslandi. Skipuleggjendur mótsins ákváðu að bjóða liðinu til landsins endurgjaldslaust,“ sagði Gunnar Axel Axelsson, talsmaður góðgerðarfélagsins Tears Children and Youth Aid. Þá þurfti að fjármagna allan ferðakostnað og uppihald strákanna. Góðgerðarfélagið hafði tuttugu daga til að safna ríflega þremur milljónum og það tókst. Strákarnir ganga allir í grunnskólann Litla-Versló.PAUL RAMES Heimilisaðstæður strákanna í Kenía eru erfiðar. Flestir búi við mikla fátækt og eru nokkrir þeirra munaðarlausir. Fæstir strákanna hafa farið út fyrir þorpið sitt og enginn þeirra hefur farið erlendis áður. Eins og heyra má eru strákarnir gríðarlega þakklátir fyrir tækifærið. „Mér líður vel þegar ég sé Ísland. Við komum hingað til að spila fótbolta. Ég er spenntur yfir að vera á Íslandi. Ég er glaður. Ísland er gott land og þetta er góð borg. Þakka ykkur fyrir,“ sagði einn strákanna. Fótboltaliðið kom til landsins í gær og segir Gunnar að frá því að ferðalagið hófst hafi strákarnir upplifað heiminn á nýjan hátt „Bara það að fara í bílferð. Við þurftum að kenna þeim að nota öryggisbelti. Í morgun fengu þeir allir hver sinn fótbolta, en enginn þeirra hefur átt sinn fótbolta sjálfur,“ sagði Gunnar. Í gær fóru strákarnir í sundferð sem var hápunktur dagsins. „Ég í rauninni uppgötvaði ekki fyrr en við komum í fataklefann og fórum að gera okkur klára að þetta var í fyrsta skipti sem þeir fóru í sturtu. Það var risa stór upplifun fyrir þá og í rauninni hefðum við getað sleppt sundferðinni því sturtuferðin var svo merkileg. Það var algjörlega frábært augnablik þegar þeir hlupu og við horfðum á heilt Kenískt fótboltalið hlaupa inn í Suðurbæjarlaug og þeir hoppuðu allir ofan í laugina á sama tíma. Leikurinn í þeim og gleðin var alveg ótrúleg,“ sagði Gunnar Axel. Fótboltaliðið við komuna til ÍslandsAÐSEND MYND
Íslandsvinir Kenía ReyCup Íþróttir barna Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira