Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar
Málsmeðferðartími í Landsrétti heldur áfram að lengjast en Dómstólasýslan hefur áhyggjur af stöðunni á meðan rétturinn er ekki fullskipaður. Dómsmálaráðherra segir að þrátt fyrir ástandið í Landsrétti hafi verið rétt ákvörðun að skjóta málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins.

Rætt verður viðÞórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra um stöðu Landsréttar í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir.

Rætt verður einnig við Drífu Snædal, forseta ASÍ en hún segist vona að ný alþjóðleg samþykkt um ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar verði fullgild áÍslandi hratt og örugglega. Í samþykktinni felst meðal annars sú nýung að fólk njóti verndar í vinnunni, búi það við heimilisofbeldi.

Við segjum einnig frá nýjustu vendingum íÍran vegna áforma stjórnvalda um aukna framleiðslu auðgaðs úrans. Þá hittum við hóp ungra drengja frá Kenía sem komnir eru alla leið til Íslands til að taka þátt í Ray-Cup fótboltamótinu, en flestir þeirra voru að ferðast í fyrsta sinn út fyrir landsteinana.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×