Segir viðbrögð ráðherra vegna flóttabarna af hinu góða en þau dugi skammt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 13:15 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. visir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir að gera þurfi allsherjar stefnubreytingu í útlendingamálum. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna mála tveggja afganskra flóttafjölskyldna sem kynnt voru fyrir helgi dugi skammt til að koma alfarið í veg fyrir að börn verði send úr landi til óöruggra ríkja. Umboðsmaður barna fundar með dómsmálaráðherra á morgun.Dómsmálaráðherra gaf út fyrir helgi reglugerð sem rýmkar heimildir Útlendingastofnunar til að taka málefni barna til efnismeðferðar sem hafa þegar fengið vernd í öðru ríki. Þá verða auknar fjárveitingar til Útlendingastofnunar. Breytingarnar verða kynntar í ríkisstjórn á morgun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir að meira þurfi til. „Útspilið með það að setja meiri peninga eins og forsætisráðherra talar um er í sjálfu sér ágætt og rýmkun reglugerðar eins og dómsmálaráðherra gefur til kynna, það er í sjálfu sér ágætt. En það er ekki um neina raunverulega stefnubreytingu að ræða,“ segir Logi. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar „Það er auðvitað gott ef þetta hjálpar einhverjum börnum en við viljum bara sjá breytta túlkun á lögum og betur rökstuddar ákvarðanir. Meðal annars með tilliti til íslenskra laga og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Við honum blasi, að líkt og málum sé háttað nú, sé fyrst horft á aðstæður foreldranna. Réttara væri að mati Loga að skoða mál barnanna sjálfstætt.Hvaða leið myndir þú fara? „Við hefðum náttúrlega fylgt eftir skuldbindingu formanna við þinglok 2017 þar sem fara átti yfir útlendingalögin og framkvæmd þeirra. Það hefur ekkert gerst í því máli í eitt og hálft ár og það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,“ svarar Logi.Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu á föstudaginn kemur fram að að undanförnu hafi verið unnið að endurskoðun ákveðinna þátta í málefnum útlendinga en að þeirri vinnu hafi verið flýtt. Þá feli aðgerðirnar einnig í sér áform um að skipa nýja þverpólitíska þingmannanefnd um útlendingamál með aðkomu félags- og barnamálaráðherra. Þá kveðst Logi ekki skilja umræðuna um það að sveigjanlegri reglur verði til þess að þá muni hingað streyma mikill fjöldi flóttafólks. „Það er alltaf verið að tala um að við séum að fá alla hingað til Íslands. Við erum fyrst og fremst að tala um það að lögin að þau taki mið af börnin og fólk í mjög viðkvæmri stöðu og við skýlum okkur ekki á bak við alþjóðlegar heimildir. Okkur er ekki skylt að vísa börnum til baka til óöruggra ríkja og það er bara ekkert langt síðan að fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Ólöf Nordal, hún stoppaði brottflutninga til Grikklands,“ segir Logi. Umboðsmaður barna hefur óskaði í síðustu viku eftir fundi með dómsmálaráðherra um málefni flóttabarna á Íslandi. Fundur þeirra mun fara fram á morgun. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir að gera þurfi allsherjar stefnubreytingu í útlendingamálum. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna mála tveggja afganskra flóttafjölskyldna sem kynnt voru fyrir helgi dugi skammt til að koma alfarið í veg fyrir að börn verði send úr landi til óöruggra ríkja. Umboðsmaður barna fundar með dómsmálaráðherra á morgun.Dómsmálaráðherra gaf út fyrir helgi reglugerð sem rýmkar heimildir Útlendingastofnunar til að taka málefni barna til efnismeðferðar sem hafa þegar fengið vernd í öðru ríki. Þá verða auknar fjárveitingar til Útlendingastofnunar. Breytingarnar verða kynntar í ríkisstjórn á morgun. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir að meira þurfi til. „Útspilið með það að setja meiri peninga eins og forsætisráðherra talar um er í sjálfu sér ágætt og rýmkun reglugerðar eins og dómsmálaráðherra gefur til kynna, það er í sjálfu sér ágætt. En það er ekki um neina raunverulega stefnubreytingu að ræða,“ segir Logi. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar „Það er auðvitað gott ef þetta hjálpar einhverjum börnum en við viljum bara sjá breytta túlkun á lögum og betur rökstuddar ákvarðanir. Meðal annars með tilliti til íslenskra laga og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Við honum blasi, að líkt og málum sé háttað nú, sé fyrst horft á aðstæður foreldranna. Réttara væri að mati Loga að skoða mál barnanna sjálfstætt.Hvaða leið myndir þú fara? „Við hefðum náttúrlega fylgt eftir skuldbindingu formanna við þinglok 2017 þar sem fara átti yfir útlendingalögin og framkvæmd þeirra. Það hefur ekkert gerst í því máli í eitt og hálft ár og það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar,“ svarar Logi.Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu á föstudaginn kemur fram að að undanförnu hafi verið unnið að endurskoðun ákveðinna þátta í málefnum útlendinga en að þeirri vinnu hafi verið flýtt. Þá feli aðgerðirnar einnig í sér áform um að skipa nýja þverpólitíska þingmannanefnd um útlendingamál með aðkomu félags- og barnamálaráðherra. Þá kveðst Logi ekki skilja umræðuna um það að sveigjanlegri reglur verði til þess að þá muni hingað streyma mikill fjöldi flóttafólks. „Það er alltaf verið að tala um að við séum að fá alla hingað til Íslands. Við erum fyrst og fremst að tala um það að lögin að þau taki mið af börnin og fólk í mjög viðkvæmri stöðu og við skýlum okkur ekki á bak við alþjóðlegar heimildir. Okkur er ekki skylt að vísa börnum til baka til óöruggra ríkja og það er bara ekkert langt síðan að fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Ólöf Nordal, hún stoppaði brottflutninga til Grikklands,“ segir Logi. Umboðsmaður barna hefur óskaði í síðustu viku eftir fundi með dómsmálaráðherra um málefni flóttabarna á Íslandi. Fundur þeirra mun fara fram á morgun.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira