Hannaði kolefnisjöfnunarreiknivél til að losna við flugviskubit Gígja Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2019 16:17 Matthías starfar í tækniháskólanum Chalmers í Gautaborg og vinnur þar að doktorsverkefni sínu. Jessica Cushman Íslenskur doktorsnemi í tölvunarfræði hefur gert forrit sem reiknar út hve mörgum trjám ferðalangar þurfa að planta til að kolefnisjafna flugferðir sínar. Matthías Páll Gissurarson hefur búið til reiknivél sem reiknar út magn koltvísýrings sem losnar í andrúmsloftið þegar ferðast er með flugvél. Matthías kallar þetta kolefnisjöfnunarreiknivél og geta notendur reiknivélarinnar komist að því hve mikill koltvísýringur losnar í flugferðinni og hve mörgum trjám einstaklingur þarf að planta til að kolefnisjafna flugferðina.Rúmlega helmingi fleiri tré fyrir flug Icelandair Samkvæmt útreikningum úr forriti Matthíasar losnar rúmlega helmingi meira magn koltvísýrings út í andrúmsloftið í flugferð Icelandair til Kaupmannahafnar í dag, sé miðað við flugferð SAS sem fer í loftið þremur klukkutímum síðar. Matthías segir þetta sennilega stafa af ólíkri flugáætlun eða gerð flugvéla fyrirtækjanna. Vél Icelandair sem er af gerðinni Boeing 757-200 en flugvél SAS sem er af gerðinni Airbus 320. Notendur forritssins geta borið flugferðir saman og séð hvort einhver munur sé á kolefnisfótsporunum.Mynd/SkjáskotVildi losna við „flugviskubitið“ Hugmyndina fékk Matthías síðastliðinn föstudag. „Ég var að kaupa mér flug til Bandaríkjanna og sá að flugið sem ég var að kaupa gaf ekki upplýsingar um hve mikinn koltvísýring ferðin losar,“ segir Matthías. En borið hefur á því að flugfélög bjóði farþegum upp á að greiða aukalega fyrir flugið og telst þá ferðin „kolefnisjöfnuð“. „Ég sá hve auðvelt var að komast að þessu svo ég ákvað að prófa að gera forrit og gera mér auðveldara að losna við „flugviskubitið“,“ segir Matthías. Notendur slá inn flugnúmer ferðarinnar og fá þá upplýsingar um hve mikið eldsneyti flugvélin notar við ferðina. Matthías notaðist við upplýsingar af heimasíðunni FlightAware. Að sögn Matthíasar notast kolefnisjöfnunareiknivélin alltaf við nýjustu flugupplýsingar. Hægt er að reikna út kolefnisfótspor flugferða í forriti Matthíasar hér. Fréttir af flugi Loftslagsmál Tækni Umhverfismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Íslenskur doktorsnemi í tölvunarfræði hefur gert forrit sem reiknar út hve mörgum trjám ferðalangar þurfa að planta til að kolefnisjafna flugferðir sínar. Matthías Páll Gissurarson hefur búið til reiknivél sem reiknar út magn koltvísýrings sem losnar í andrúmsloftið þegar ferðast er með flugvél. Matthías kallar þetta kolefnisjöfnunarreiknivél og geta notendur reiknivélarinnar komist að því hve mikill koltvísýringur losnar í flugferðinni og hve mörgum trjám einstaklingur þarf að planta til að kolefnisjafna flugferðina.Rúmlega helmingi fleiri tré fyrir flug Icelandair Samkvæmt útreikningum úr forriti Matthíasar losnar rúmlega helmingi meira magn koltvísýrings út í andrúmsloftið í flugferð Icelandair til Kaupmannahafnar í dag, sé miðað við flugferð SAS sem fer í loftið þremur klukkutímum síðar. Matthías segir þetta sennilega stafa af ólíkri flugáætlun eða gerð flugvéla fyrirtækjanna. Vél Icelandair sem er af gerðinni Boeing 757-200 en flugvél SAS sem er af gerðinni Airbus 320. Notendur forritssins geta borið flugferðir saman og séð hvort einhver munur sé á kolefnisfótsporunum.Mynd/SkjáskotVildi losna við „flugviskubitið“ Hugmyndina fékk Matthías síðastliðinn föstudag. „Ég var að kaupa mér flug til Bandaríkjanna og sá að flugið sem ég var að kaupa gaf ekki upplýsingar um hve mikinn koltvísýring ferðin losar,“ segir Matthías. En borið hefur á því að flugfélög bjóði farþegum upp á að greiða aukalega fyrir flugið og telst þá ferðin „kolefnisjöfnuð“. „Ég sá hve auðvelt var að komast að þessu svo ég ákvað að prófa að gera forrit og gera mér auðveldara að losna við „flugviskubitið“,“ segir Matthías. Notendur slá inn flugnúmer ferðarinnar og fá þá upplýsingar um hve mikið eldsneyti flugvélin notar við ferðina. Matthías notaðist við upplýsingar af heimasíðunni FlightAware. Að sögn Matthíasar notast kolefnisjöfnunareiknivélin alltaf við nýjustu flugupplýsingar. Hægt er að reikna út kolefnisfótspor flugferða í forriti Matthíasar hér.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Tækni Umhverfismál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira