Heiðra minningu Helgu Katrínar á Þjórshátíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2019 14:30 Helga Katrín Tryggvadóttir var ötul baráttukona fyrir verndun Þjórsár. Hún lést langt fyrir aldur fram úr krabbameini en vinir hennar og fjölskylda heiðra nú minningu hennar með tónlistar- og náttúruhátíðinni Þjórshátíð um helgina. jón levy Næstkomandi laugardag, þann 22. júní, verður tónlistar- og náttúruhátíðin Þjórshátíð haldin að Flatholti við mynni Þjórsárdals. Á meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Teitur Magnússon og Æðisgengið, GDRN og Gróa. Hátíðin er nú haldin í annað sinn til þess að berjast gegn fyrirhugaðri Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsá og til þess að heiðra minningu Helgu Katrínar Tryggvadóttur, doktorsnema í mannfræði og baráttukonu, sem lést úr heilakrabbameini síðastliðið sumar, aðeins 34 ára að aldri. Þjórshátíð er haldin í samstarfi við Stelpur rokka!, rokkbúða fyrir stelpur, en Helga Katrín var á meðal stofnenda búðanna hér á landi. Þá var hún ein af aðalskipuleggjendum fyrstu Þjórshátíðarinnar sem haldin var árið 2012. Helga Katrín var úr sveitinni, nánar tiltekið frá Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, og var Þjórsá henni alltaf mjög hugleikin að sögn Áslaugar Einarsdóttur, vinkonu Helgu Katrínar, sem er ein af skipuleggjendum Þjórshátíðar í ár.Aðgangur er ókeypis á hátíðina og gefa allir vinnu sína sem að henni koma.Neikvæð umsögn Skipulagsstofnunar Hvammsvirkjun var færð í nýtingarflokk rammaáætlunar með þingsályktunartillögu árið 2015 og er enn í þeim flokki. „Hvammsvirkjun vofir svona yfir samfélaginu þarna og hefur gert í mörg ár. Staðan er sú Skipulagsstofnun hefur gefið henni mjög neikvæða umsögn. Það álit kom út í fyrra en virkjunin er talin hafa mjög neikvæð áhrif á landslag og neikvæð áhrif á þróun ferðaþjónustu á svæðinu. Samfélagið í grenndinni er bara að berjast fyrir því að það verði hætt við öll virkjanaáform í Þjórsá að hún sé meira virði óröskuð heldur en virkjuð,“ segir Áslaug. Auk Hvammsvirkjunar eru tvær virkjanir í neðri hluta hennar í biðflokki, það eru Urriðafossvirkjun og Holtavirkjun. Áslaug bendir á rannsókn þeirra Guðbjargar Jóhannesdóttur og Eddu Waage um gildi landslagsins í Þjórsá en rannsóknin var til umfjöllunar á Þjóðarspeglinum fyrir nokkrum árum. „Það er verið að fjalla um í rannsókninni að við tökum aldrei virði landslagsins inn í stóra lífsgæðareikninginn en landslag hefur bara mjög mikil jákvæð áhrif á lífsgæði okkar. Fólk er að mótmæla því að það sé ekki tekið inn í myndina og að við séum ennþá föst í einhverri stóriðjustefnu sem leggur áherslu á einhver ókomin kísilver á kostnað náttúrunnar. Þetta er úrelt hugmyndafræði og við þurfum að skipta um gír,“ segir Áslaug.Baráttukona sem lét til sín taka á mörgum sviðum Hún segir Þjórshátíð haldna bæði til þess að heiðra minningu Helgu Katrínar og til að halda baráttunni um að hætt verði við Hvammsvirkjun og hún tekin úr nýtingarflokki. „Við viljum hvetja samfélagið til að velta fyrir sér hvort það sé ekki verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og hvort að núverandi stóriðjustefna sé ekki að vera úrelt,“ segir Áslaug. Helga Katrín var ekki aðeins baráttukona á sviði náttúruverndar heldur lét hún sig fjölmörg málefni sig varða, til dæmis málefni flóttafólks og hælisleitenda.Frá Þjórsá í Gnúpverjarhreppi sem skipuleggjendur Þjórshátíðar vilja vernda.edda pálsdóttirJón Levy Guðmundsson, eiginmaður Helgu Katrínar, segir í samtali við Vísi að barátta hennar hafi snúið að valdinu og hvernig valdhafar geti beitt sér til þess að ná sínu fram. Þannig hafi til að mynda meistararitgerð hennar í mannfræði fjallað um andóf gegn valdinu, til dæmis í tengslum við andófshreyfingar sem börðust á sínum tíma gegn Kárahnjúkavirkjun. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Helga síðan stöðu flóttafólks hér á landi en hún starfaði meðal annars með No Borders-hópnum að aðgerðum í þágu hælisleitenda og flóttafólks. Þá var nýverið haldið málþing í Háskóla Íslands um framlag hennar til fræða á sviði fólksflutninga og fólks á flótta. Eins og áður segir er Þjórshátíð á laugardaginn. Hún hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 22 en nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á Facebook-síðu viðburðarins.Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Orna með Teiti Magnússyni, en hann er einn þeirra sem koma fram á hátíðinni. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tónlist Umhverfismál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Næstkomandi laugardag, þann 22. júní, verður tónlistar- og náttúruhátíðin Þjórshátíð haldin að Flatholti við mynni Þjórsárdals. Á meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Teitur Magnússon og Æðisgengið, GDRN og Gróa. Hátíðin er nú haldin í annað sinn til þess að berjast gegn fyrirhugaðri Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsá og til þess að heiðra minningu Helgu Katrínar Tryggvadóttur, doktorsnema í mannfræði og baráttukonu, sem lést úr heilakrabbameini síðastliðið sumar, aðeins 34 ára að aldri. Þjórshátíð er haldin í samstarfi við Stelpur rokka!, rokkbúða fyrir stelpur, en Helga Katrín var á meðal stofnenda búðanna hér á landi. Þá var hún ein af aðalskipuleggjendum fyrstu Þjórshátíðarinnar sem haldin var árið 2012. Helga Katrín var úr sveitinni, nánar tiltekið frá Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, og var Þjórsá henni alltaf mjög hugleikin að sögn Áslaugar Einarsdóttur, vinkonu Helgu Katrínar, sem er ein af skipuleggjendum Þjórshátíðar í ár.Aðgangur er ókeypis á hátíðina og gefa allir vinnu sína sem að henni koma.Neikvæð umsögn Skipulagsstofnunar Hvammsvirkjun var færð í nýtingarflokk rammaáætlunar með þingsályktunartillögu árið 2015 og er enn í þeim flokki. „Hvammsvirkjun vofir svona yfir samfélaginu þarna og hefur gert í mörg ár. Staðan er sú Skipulagsstofnun hefur gefið henni mjög neikvæða umsögn. Það álit kom út í fyrra en virkjunin er talin hafa mjög neikvæð áhrif á landslag og neikvæð áhrif á þróun ferðaþjónustu á svæðinu. Samfélagið í grenndinni er bara að berjast fyrir því að það verði hætt við öll virkjanaáform í Þjórsá að hún sé meira virði óröskuð heldur en virkjuð,“ segir Áslaug. Auk Hvammsvirkjunar eru tvær virkjanir í neðri hluta hennar í biðflokki, það eru Urriðafossvirkjun og Holtavirkjun. Áslaug bendir á rannsókn þeirra Guðbjargar Jóhannesdóttur og Eddu Waage um gildi landslagsins í Þjórsá en rannsóknin var til umfjöllunar á Þjóðarspeglinum fyrir nokkrum árum. „Það er verið að fjalla um í rannsókninni að við tökum aldrei virði landslagsins inn í stóra lífsgæðareikninginn en landslag hefur bara mjög mikil jákvæð áhrif á lífsgæði okkar. Fólk er að mótmæla því að það sé ekki tekið inn í myndina og að við séum ennþá föst í einhverri stóriðjustefnu sem leggur áherslu á einhver ókomin kísilver á kostnað náttúrunnar. Þetta er úrelt hugmyndafræði og við þurfum að skipta um gír,“ segir Áslaug.Baráttukona sem lét til sín taka á mörgum sviðum Hún segir Þjórshátíð haldna bæði til þess að heiðra minningu Helgu Katrínar og til að halda baráttunni um að hætt verði við Hvammsvirkjun og hún tekin úr nýtingarflokki. „Við viljum hvetja samfélagið til að velta fyrir sér hvort það sé ekki verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og hvort að núverandi stóriðjustefna sé ekki að vera úrelt,“ segir Áslaug. Helga Katrín var ekki aðeins baráttukona á sviði náttúruverndar heldur lét hún sig fjölmörg málefni sig varða, til dæmis málefni flóttafólks og hælisleitenda.Frá Þjórsá í Gnúpverjarhreppi sem skipuleggjendur Þjórshátíðar vilja vernda.edda pálsdóttirJón Levy Guðmundsson, eiginmaður Helgu Katrínar, segir í samtali við Vísi að barátta hennar hafi snúið að valdinu og hvernig valdhafar geti beitt sér til þess að ná sínu fram. Þannig hafi til að mynda meistararitgerð hennar í mannfræði fjallað um andóf gegn valdinu, til dæmis í tengslum við andófshreyfingar sem börðust á sínum tíma gegn Kárahnjúkavirkjun. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Helga síðan stöðu flóttafólks hér á landi en hún starfaði meðal annars með No Borders-hópnum að aðgerðum í þágu hælisleitenda og flóttafólks. Þá var nýverið haldið málþing í Háskóla Íslands um framlag hennar til fræða á sviði fólksflutninga og fólks á flótta. Eins og áður segir er Þjórshátíð á laugardaginn. Hún hefst klukkan 14 og stendur til klukkan 22 en nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á Facebook-síðu viðburðarins.Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Orna með Teiti Magnússyni, en hann er einn þeirra sem koma fram á hátíðinni.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tónlist Umhverfismál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira