Stór nöfn á fyrsta degi Secret Solstice

Tónlistarhátíðin Secret Solstice byrjar með látum í Laugardalnum í dag og eiga gestir hátíðarinnar von á góðu. Mörg stærstu nöfn íslensku tónlistarsenunnar stíga á svið sem og stórstjörnur utan úr heimi.
Á aðalsviðinu Valhalla er það söngkonan Bríet sem byrjar fjörið klukkan 16:45. Á eftir henni stígur Auður á svið klukkan 17:30 og heldur uppi fjörinu þangað til að Svala tekur við klukkan 18:15. Klukkan 19:05 stígur svo rússneska ofurpönkgrúppan Pussy Riot á svið.
Það eru svo Pusha T og Jonas Blue, sem líkt og frægt er orðið hlupu í skarðið fyrir stærstu nöfn hátíðarinnar, og mun Pusha T mæta til leiks klukkan 20:30. Breski plötusnúðurinn Jonas Blue lokar svo kvöldinu frá klukkan 22:00.
Á sviðinu Gimli eru ekki síðri tónlistarmenn en þar má nefna mörg stór nöfn í íslensku tónlistarsenunni á borð við Vintage Caravan, Chase, Sprite Zero Klan, Séra Bjössa og ClubDub.
Hér að neðan má sjá dagskrá dagsins í dag.



Tengdar fréttir

Vínveitingaleyfið í hús sólarhring áður en hátíðin hefst
Tveir af helstu tónlistarmönnum helgarinnar forfölluðust en upplýsingafulltrúi hátíðarinnar segir að þrátt fyrir það gangi undirbúningur vel.

Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“
Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni.

Pusha T hleypur í skarðið á Solstice vegna vegabréfsvandræða Rae Sremmurd
Enn eru hrókeringar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice.

Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice
Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi.