Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Dæmi eru um að karlmenn séu á götunni vegna heimilisofbeldis. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir vandann falinn þar sem karlar upplifi oft mikla skömm sem þolendur. Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30 og rætt við verkefnastýru Bjarkarhlíðar.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um nýja rannsókn sem sýnir að íslenskir kennarar séu sáttir í starfi en telji sig lítils metna í þjóðfélaginu. Þá eru þeir umtalsvert óánægðari með laun sín en kennarar annars staðar á Norðurlöndum - auk þess sem nemendur þeirra virðast óstýrilátari.

Við förum einnig salíbunu yfir Grafargil en það er nýr afþreyingarmöguleiki í Mýrdalnum, að skoða fagurt gil með því að bruna yfir það hangandi í stálvír.

Frá þessu verður greint og fleiru í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×