Innlent

10 þúsund manns á Secret Solstice í gær

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá Secret Solstice-hátíðinni en á ýmsu hefur gengið við undirbúning hennar þetta árið.
Frá Secret Solstice-hátíðinni en á ýmsu hefur gengið við undirbúning hennar þetta árið. VÍSIR/Andri Marinó
Talið er að um 10.000 manns hafi verið á Secret Solstice í gærkvöldi en allt fór frekar vel fram að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 15 fíkniefnamál komu upp í tengslum við hátíðina í gær.

Talsverður fjöldi hélt áfram að skemmta sér og endaði í miðbæ Reykjavíkur en það fór einnig vel fram. Mun minna var um um slagsmál og leiðindi en síðustu nótt.

Fjórir ökumenn voru handteknir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og aðrir sex voru handteknir fyrir að aka undir áhrifum áfengis.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.