16,1 milljón í lögfræðiráðgjöf vegna þriðja orkupakkans Andri Eysteinsson skrifar 24. júní 2019 16:59 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. „Við höfum kappkostað að vanda vel til verka í þessu máli og vegna efasemdaradda sem fram komu fengum við færustu sérfræðinga á sviði stjórnskipunarréttar og Evrópuréttar til að velta við hverjum steini,ׅ“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Ráðuneytið lét vinna álitsgerðir af tvennum toga í tengslum við meðferð málsins á Alþingi, en eins og þjóð veit, er tillagan enn til meðferðar á Alþingi Íslendinga.Ályktað hvort ákvæði orkupakkans feli í sér framsal á ríkisvaldi Efasemdir hafa verið uppi um að upptaka þriðja orkupakkans gæti haft í för með sér stjórnskipuleg álitamál, þá sérstaklega að ákvæði nr.713/2009, feli í sér framsal á ríkisvaldi, sem ekki stæðist stjórnarskrá. Til að fá úr því skorið leitaði utanríkisráðherra til fjögurra sérfræðinga, „Við leituðum meðal annars til þeirra fræðimanna sem lýst höfðu efasemdum um að upptaka þriðja orkupakkans stæðist stjórnarskrá. Vegna ráðlegginga þeirra ákváðum við að setja lagalega fyrirvara, samkvæmt tillögu þeirra, til að tryggja að ákvæði orkupakkans sem varða tengingar yfir landamæri komi ekki til framkvæmda nema Alþingi tæki sérstaka ákvörðun um þær og að lokinni endurskoðun lagarammans, segir Guðlaugur Þór Leitað var til þeirra: Stefáns Más Stefánssonar, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands og voru laun hans kr. 2.756.520. Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst, lögfræðings og voru laun hans kr. 1.776.880 Davíðs Þórs Björgvinssonar, dómara við Landsrétt og voru laun hans kr. 927.520 og loks Skúla Magnússonar héraðsdómar og dósents við HÍ og voru laun hans kr. 1.500.000Leitað til Baudenbacher og HR vegna fordæmalausrar ákvörðunar Þá var leitað til fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, Carls Baudenbachers auk Alþjóða og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík til þess að gefa álit á afleiðingum þess ef ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar yrði synjað. En slíkt yrði fordæmalaus ákvörðun. Jafnframt þótti mér nauðsynlegt að fá úr því skorið hvaða þýðingu það hefði ef Ísland drægi sig á fordæmalausan hátt úr þriðja orkupakkanum á lokastigum málsins. Til þess fengum við Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur yfirburðaþekkingu á þessu sviði,“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR hlaut fyrir sína vinnu kr. 675.000 en kostnaður vegna álitsgerðar Baudenbacher nam 8.470.737 krónum þegar tekið er í reikninginn allur kostnaður, þ.e. ferðakostnaður og sérstakt tímagjald vegna vinnuframlags hér á landi. Alþingi Stjórnsýsla Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Kostnaður vegna lögfræðiráðgjafar í tengslum við þriðja orkupakkann nam 16.106.657 krónum þetta kemur fram í upplýsingum sem Utanríkisráðuneytið hefur látið taka saman og birtust á vef Stjórnarráðsins. „Við höfum kappkostað að vanda vel til verka í þessu máli og vegna efasemdaradda sem fram komu fengum við færustu sérfræðinga á sviði stjórnskipunarréttar og Evrópuréttar til að velta við hverjum steini,ׅ“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Ráðuneytið lét vinna álitsgerðir af tvennum toga í tengslum við meðferð málsins á Alþingi, en eins og þjóð veit, er tillagan enn til meðferðar á Alþingi Íslendinga.Ályktað hvort ákvæði orkupakkans feli í sér framsal á ríkisvaldi Efasemdir hafa verið uppi um að upptaka þriðja orkupakkans gæti haft í för með sér stjórnskipuleg álitamál, þá sérstaklega að ákvæði nr.713/2009, feli í sér framsal á ríkisvaldi, sem ekki stæðist stjórnarskrá. Til að fá úr því skorið leitaði utanríkisráðherra til fjögurra sérfræðinga, „Við leituðum meðal annars til þeirra fræðimanna sem lýst höfðu efasemdum um að upptaka þriðja orkupakkans stæðist stjórnarskrá. Vegna ráðlegginga þeirra ákváðum við að setja lagalega fyrirvara, samkvæmt tillögu þeirra, til að tryggja að ákvæði orkupakkans sem varða tengingar yfir landamæri komi ekki til framkvæmda nema Alþingi tæki sérstaka ákvörðun um þær og að lokinni endurskoðun lagarammans, segir Guðlaugur Þór Leitað var til þeirra: Stefáns Más Stefánssonar, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands og voru laun hans kr. 2.756.520. Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst, lögfræðings og voru laun hans kr. 1.776.880 Davíðs Þórs Björgvinssonar, dómara við Landsrétt og voru laun hans kr. 927.520 og loks Skúla Magnússonar héraðsdómar og dósents við HÍ og voru laun hans kr. 1.500.000Leitað til Baudenbacher og HR vegna fordæmalausrar ákvörðunar Þá var leitað til fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, Carls Baudenbachers auk Alþjóða og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík til þess að gefa álit á afleiðingum þess ef ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar yrði synjað. En slíkt yrði fordæmalaus ákvörðun. Jafnframt þótti mér nauðsynlegt að fá úr því skorið hvaða þýðingu það hefði ef Ísland drægi sig á fordæmalausan hátt úr þriðja orkupakkanum á lokastigum málsins. Til þess fengum við Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, sem hefur yfirburðaþekkingu á þessu sviði,“ segir utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson. Alþjóða- og Evrópuréttarstofnun HR hlaut fyrir sína vinnu kr. 675.000 en kostnaður vegna álitsgerðar Baudenbacher nam 8.470.737 krónum þegar tekið er í reikninginn allur kostnaður, þ.e. ferðakostnaður og sérstakt tímagjald vegna vinnuframlags hér á landi.
Alþingi Stjórnsýsla Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira