Einn alræmdasti mafíuforingi Ítalíu gengur laus Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júní 2019 21:36 Rocco Morabito tókst að flýja ásamt þremur samföngum sínum úr fangelsi í Úrúgvæ. ASSOCIATED PRESS Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Ítalíu og fjallað var um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Úrúgvæ hafði samþykkt að framselja hinn illræmda fíkniefnasala, sem er þekktur sem „kókaín konungur Mílan,“ aftur til Ítalíu. Hann hefur verið einn eftirsóttasti flóttamaður Ítalíu síðan 1995 en hann var foringi ´Ndrangheta mafíunnar. Morabito slapp ásamt þremur öðrum föngum í gegnum gat á þaki fangelsisins seint á sunnudag og rændu þeir peningum af eiganda nálægs sveitabæjar. Árið 2017 var hann handtekinn nálægt Punta del Este í Úrúgvæ þar sem hann hafði búið undir fölsku nafni í um áratug. ´Ndrangheta mafían er upprunalega frá Kalabríu í suður Ítalíu og er talin stjórna allt að 80% kókaín dreifingu í Evrópu. „Það er óþægileg tilhugsun og mjög alvarlegt að glæpamanni eins og Rocco Morabito, foringi ´Ndrangheta, hafi tekist að flýja fangelsi í Úrúgvæ meðan hann beið eftir því að vera framseldur til Ítalíu,“ sagði Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, í tilkynningu. „Við munum halda áfram að leita Morabito, hvar sem hann er, til þess að setja hann í fangelsi eins og hann á skilið,“ bætti hann við. Lögregla segir að Morabito, sem nú er 52 ára gamall, hafi verið á bak við það að smygla hundruðum kílóa af kókaíni frá Brasilíu til Ítalíu. Framsal hans var byggt á grundvelli fyrri afbrota og sakfellinga vegna tengsla hans við skipulagða glæpastarfsemi og fíkniefnasmygl frekar en til að sæta nýjum réttarhöldum. Morabito var handtekinn árið 2017 þegar hann dvaldi á hóteli í Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ, en hann hafði búið í lúxus villu nálægt ferðamannastaðnum Punta del Este, austan höfuðborgarinnar. Hann er núna á „rauðum lista“ hjá Interpol, Alþjóðalögreglunni, fyrir það að vera meðlimur glæpasamtaka sem smygluðu eiturlyfjum alþjóðlega á árunum 1988 til 1994, sagði í tilkynningu frá úrúgvæska innanríkisráðuneytinu. Ítalía Úrúgvæ Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Ítalíu og fjallað var um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Úrúgvæ hafði samþykkt að framselja hinn illræmda fíkniefnasala, sem er þekktur sem „kókaín konungur Mílan,“ aftur til Ítalíu. Hann hefur verið einn eftirsóttasti flóttamaður Ítalíu síðan 1995 en hann var foringi ´Ndrangheta mafíunnar. Morabito slapp ásamt þremur öðrum föngum í gegnum gat á þaki fangelsisins seint á sunnudag og rændu þeir peningum af eiganda nálægs sveitabæjar. Árið 2017 var hann handtekinn nálægt Punta del Este í Úrúgvæ þar sem hann hafði búið undir fölsku nafni í um áratug. ´Ndrangheta mafían er upprunalega frá Kalabríu í suður Ítalíu og er talin stjórna allt að 80% kókaín dreifingu í Evrópu. „Það er óþægileg tilhugsun og mjög alvarlegt að glæpamanni eins og Rocco Morabito, foringi ´Ndrangheta, hafi tekist að flýja fangelsi í Úrúgvæ meðan hann beið eftir því að vera framseldur til Ítalíu,“ sagði Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, í tilkynningu. „Við munum halda áfram að leita Morabito, hvar sem hann er, til þess að setja hann í fangelsi eins og hann á skilið,“ bætti hann við. Lögregla segir að Morabito, sem nú er 52 ára gamall, hafi verið á bak við það að smygla hundruðum kílóa af kókaíni frá Brasilíu til Ítalíu. Framsal hans var byggt á grundvelli fyrri afbrota og sakfellinga vegna tengsla hans við skipulagða glæpastarfsemi og fíkniefnasmygl frekar en til að sæta nýjum réttarhöldum. Morabito var handtekinn árið 2017 þegar hann dvaldi á hóteli í Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ, en hann hafði búið í lúxus villu nálægt ferðamannastaðnum Punta del Este, austan höfuðborgarinnar. Hann er núna á „rauðum lista“ hjá Interpol, Alþjóðalögreglunni, fyrir það að vera meðlimur glæpasamtaka sem smygluðu eiturlyfjum alþjóðlega á árunum 1988 til 1994, sagði í tilkynningu frá úrúgvæska innanríkisráðuneytinu.
Ítalía Úrúgvæ Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira