Boða ótrúlega endurkomu Dee þremur árum eftir að tvífari hennar plataði Toadie upp úr skónum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. júní 2019 11:30 Madeleine West leikur bæði Dee og Andreu. Vísir. Það ætlaði allt að verða vitlaust þegar forsvarsmenn Nágranna tilkynntu árið 2016 að hin vinsæla persóna Dee Bliss myndi snúa aftur í þáttinn eftir vofeiglegan dauða hennar 13 árum áður. Í ljós kom þó síðar að um tvífara hennar væri að ræða. Nú hafa aðstandendur þáttarins hins vegar tilkynnt að Dee muni snúa aftur, í alvörunni í þetta skiptið.Athygli er vakin á því að hér verður fjallað um það sem eftir á að gerast í Nágrönnum. Þættirnir eru sýndir í Ástralíu um hálfu ári áður en þeir eru sýndir hér á landi og því ættu þeir sem ekki vilja vita meira um hvað gerist með Dee og tvífara hennar að loka þessum glugga og fara að gera eitthvað annað.Endurkomu Dee árið 2016 og 2017 var beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að tilkynnt var um að von væri á að persónan myndi snúa aftur.Dee, sem leikinn er af Madeleine West, var ein vinsælasta persónan í Nágrönnum skömmu eftir aldamót og kætti það aðdáendur mjög þegar hún og Toadie, ein lífseigasta persóna þáttanna, fundu ástina og giftu sig með mikilli viðhöfn. En óheppnin virðist elta Toadie á röndum og þegar hjónakornin voru á leið frá brúðkaupi sínu ók Toadie bíl sínum fram af hengiflugi beint út í sjó. Toadie slapp án skrámu en hvorki fannst tangur né tetur af Dee sem talin var hafa látist þrátt fyrir að líkið hafi aldrei fundist.Í ljós kom að endurkoma Dee var ekki endurkoma Dee heldur var um að ræða Andreu Somers, tvífara hennar, sem hafði uppgötvað að hún gæti mögulega haft fjármuni af Toadie með því að þykjast vera hin látna eiginkona hans. Með svikum og prettum tókst henni að plata Toadie upp úr skónum og hafa af honum umtalsverða fjármuni, áður en hún svaf hjá honum í beinni útsendingu í London eftir að Toadie hafði elt hana þangað, haldandi að hún væri Dee. Eiginkona Toadie horfði á ástaratlot þeirra frá Ástralíu og eins og gefur að skilja setti það ákveðna pressu á samband hennar og Toadie.Skömmu síðar uppgötvaði Toadie að Andrea væri ekki Dee. Síðar kom í ljós að hún væri veik á geði og eftir að lausn fannst á þessari sögulínu hefur Andrea skotið upp kollinum endrum og sinnum í þáttunum.Í næstu viku mun hún hins vegar fá stærra hlutverk. Í vikunni tilkynntu forsvarsmenn þáttanna að Dee væri eftir allt saman á lífi og að þær stöllur myndi hittast í þáttunum. Þar sem Nágrannar er sápuópera hittast þær auðvitað á bjargi við sjóinn en ekki í stofunni heima eins og venjulegt fólk. Í myndbandi sem gefið var út í vikunni er ýjað að því að önnur þeirra muni láta lífið í átökum þeirra á milli á bjarginu.Two women. One clifftop. Who pushes who? #OMGDEE#Neighbourspic.twitter.com/sj8sLbTwa5 — Channel 5 (@channel5_tv) June 24, 2019 Æstir aðdáendur Nágranna hér á landi þurfa þó líklega að bíða í hálft ár eftir að þættirnir um hina raunverulegu endurkomu Dee verða sýndir en þættirnir verða sýndir í Ástralíu í næstu viku. Ástralía Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dee sneri á dauðann og snýr aftur í Nágranna Ein vinsælasta persóna Nágranna frá upphafi snýr aftur eftir 13 ára fjarveru. 16. september 2016 11:24 Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira
Það ætlaði allt að verða vitlaust þegar forsvarsmenn Nágranna tilkynntu árið 2016 að hin vinsæla persóna Dee Bliss myndi snúa aftur í þáttinn eftir vofeiglegan dauða hennar 13 árum áður. Í ljós kom þó síðar að um tvífara hennar væri að ræða. Nú hafa aðstandendur þáttarins hins vegar tilkynnt að Dee muni snúa aftur, í alvörunni í þetta skiptið.Athygli er vakin á því að hér verður fjallað um það sem eftir á að gerast í Nágrönnum. Þættirnir eru sýndir í Ástralíu um hálfu ári áður en þeir eru sýndir hér á landi og því ættu þeir sem ekki vilja vita meira um hvað gerist með Dee og tvífara hennar að loka þessum glugga og fara að gera eitthvað annað.Endurkomu Dee árið 2016 og 2017 var beðið með mikilli eftirvæntingu eftir að tilkynnt var um að von væri á að persónan myndi snúa aftur.Dee, sem leikinn er af Madeleine West, var ein vinsælasta persónan í Nágrönnum skömmu eftir aldamót og kætti það aðdáendur mjög þegar hún og Toadie, ein lífseigasta persóna þáttanna, fundu ástina og giftu sig með mikilli viðhöfn. En óheppnin virðist elta Toadie á röndum og þegar hjónakornin voru á leið frá brúðkaupi sínu ók Toadie bíl sínum fram af hengiflugi beint út í sjó. Toadie slapp án skrámu en hvorki fannst tangur né tetur af Dee sem talin var hafa látist þrátt fyrir að líkið hafi aldrei fundist.Í ljós kom að endurkoma Dee var ekki endurkoma Dee heldur var um að ræða Andreu Somers, tvífara hennar, sem hafði uppgötvað að hún gæti mögulega haft fjármuni af Toadie með því að þykjast vera hin látna eiginkona hans. Með svikum og prettum tókst henni að plata Toadie upp úr skónum og hafa af honum umtalsverða fjármuni, áður en hún svaf hjá honum í beinni útsendingu í London eftir að Toadie hafði elt hana þangað, haldandi að hún væri Dee. Eiginkona Toadie horfði á ástaratlot þeirra frá Ástralíu og eins og gefur að skilja setti það ákveðna pressu á samband hennar og Toadie.Skömmu síðar uppgötvaði Toadie að Andrea væri ekki Dee. Síðar kom í ljós að hún væri veik á geði og eftir að lausn fannst á þessari sögulínu hefur Andrea skotið upp kollinum endrum og sinnum í þáttunum.Í næstu viku mun hún hins vegar fá stærra hlutverk. Í vikunni tilkynntu forsvarsmenn þáttanna að Dee væri eftir allt saman á lífi og að þær stöllur myndi hittast í þáttunum. Þar sem Nágrannar er sápuópera hittast þær auðvitað á bjargi við sjóinn en ekki í stofunni heima eins og venjulegt fólk. Í myndbandi sem gefið var út í vikunni er ýjað að því að önnur þeirra muni láta lífið í átökum þeirra á milli á bjarginu.Two women. One clifftop. Who pushes who? #OMGDEE#Neighbourspic.twitter.com/sj8sLbTwa5 — Channel 5 (@channel5_tv) June 24, 2019 Æstir aðdáendur Nágranna hér á landi þurfa þó líklega að bíða í hálft ár eftir að þættirnir um hina raunverulegu endurkomu Dee verða sýndir en þættirnir verða sýndir í Ástralíu í næstu viku.
Ástralía Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dee sneri á dauðann og snýr aftur í Nágranna Ein vinsælasta persóna Nágranna frá upphafi snýr aftur eftir 13 ára fjarveru. 16. september 2016 11:24 Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira
Dee sneri á dauðann og snýr aftur í Nágranna Ein vinsælasta persóna Nágranna frá upphafi snýr aftur eftir 13 ára fjarveru. 16. september 2016 11:24