Vilja breyta hegðun með skattlagningu Ari Brynjólfsson skrifar 26. júní 2019 07:00 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. „Það sem rannsóknir hafa sýnt er að gosdrykkjaneysla er stór valdur offitu og óheilbrigðra lifnaðarhátta. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að Íslendingar fá mest af viðbættum sykri í gegnum gosdrykki,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis og einn höfunda aðgerðaáætlunar til að draga úr sykurneyslu. Aðgerðaáætlunin var gerð að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og nú á að skipa starfshóp til að innleiða hana. Meðal annars er lagt til að hækka verð á gosi og sælgæti um 20 prósent. Á móti á að lækka álögur á hollari matvæli. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar sem Dóra vísar til koma 35 prósent af viðbættum sykri úr gosdrykkjum og 22 prósent úr sælgæti. Aðspurð hvers vegna skattahækkunin beinist einnig að sykurlausum gosdrykkjum segir Dóra Guðrún að það sé til að hjálpa neytendum að vanda valið. „Við viljum ekki að gos með sætuefnum sé holla valið. Gosdrykkir með sætuefnum kalla á aðra óhollustu, þú sérð ekki marga drekka kók og fá sér epli.“ Kökur og kex telja fimmtung af öllum viðbættum sykri. Dóra segir vel koma til greina að skoða skattlagningu á kökur en til að byrja með sé einblínt á gosið þaðan sem mestur sykurinn kemur. „Þess vegna er fókusinn á gosið. Við sjáum það í okkar tölum að fólk sem hefur minni tekjur og minni menntun lifir óheilbrigðara lífi og lifir skemur. Rannsóknir sýna að skattlagning breytir hegðun og það er það sem við viljum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00 Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01 Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Það sem rannsóknir hafa sýnt er að gosdrykkjaneysla er stór valdur offitu og óheilbrigðra lifnaðarhátta. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að Íslendingar fá mest af viðbættum sykri í gegnum gosdrykki,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis og einn höfunda aðgerðaáætlunar til að draga úr sykurneyslu. Aðgerðaáætlunin var gerð að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og nú á að skipa starfshóp til að innleiða hana. Meðal annars er lagt til að hækka verð á gosi og sælgæti um 20 prósent. Á móti á að lækka álögur á hollari matvæli. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar sem Dóra vísar til koma 35 prósent af viðbættum sykri úr gosdrykkjum og 22 prósent úr sælgæti. Aðspurð hvers vegna skattahækkunin beinist einnig að sykurlausum gosdrykkjum segir Dóra Guðrún að það sé til að hjálpa neytendum að vanda valið. „Við viljum ekki að gos með sætuefnum sé holla valið. Gosdrykkir með sætuefnum kalla á aðra óhollustu, þú sérð ekki marga drekka kók og fá sér epli.“ Kökur og kex telja fimmtung af öllum viðbættum sykri. Dóra segir vel koma til greina að skoða skattlagningu á kökur en til að byrja með sé einblínt á gosið þaðan sem mestur sykurinn kemur. „Þess vegna er fókusinn á gosið. Við sjáum það í okkar tölum að fólk sem hefur minni tekjur og minni menntun lifir óheilbrigðara lífi og lifir skemur. Rannsóknir sýna að skattlagning breytir hegðun og það er það sem við viljum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00 Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01 Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir hafa innleitt sykurskatt Fjörutíu og sex þjóðríki og borgir á heimsvísu hafa innleitt sykurskatt til að draga úr sykurneyslu. Yfirlæknir hjartagáttar Landspítalans segir að hækkun virðisaukaskatts á sykruð matvæli hér á landi sé þarft skref og löngu tímabært. 25. júní 2019 19:00
Ráðamenn telja sér trú um að þeir taki þátt í baráttu gegn offitu með sykurskatti Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er ekki sannfærður um kosti sykurskatts. 25. júní 2019 21:01
Forstjóri Ölgerðarinnar ósáttur með sykurskatt á sykurlausa drykki Í aðgerðaráætlun til að draga úr sykurneyslu sem heilbrigðisráðherra lagði fyrir ríkisstjórin fyrir helgi er lagt til að álagning verði líka lögð á sykurlausa gosdrykki. Forstjóri Ölgerðarinnar hefur áhyggjur af þessu, neytendur velji sér sykurlausa gosdrykki í ríkari mæli. 24. júní 2019 14:30